Greiða 208 milljónir fyrir fjóra hektara 30. nóvember 2006 06:15 Norðlingaholt Verð fyrir lóðir í Norðlingaholti hefur hækkað stöðugt á undanförnum árum. MYND/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg. Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg.
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira