Málið tekið fyrir í yfirrétti á Englandi 30. nóvember 2006 06:45 Jón Ólafsson Vildi ekkert tjá sig um efnisatriði málsins. MYND/GVA Málflutningur í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, í yfirrétti á Englandi, fer fram í dag. Kröfu Hannesar um að dómur sem féll í enskum dómstóli, þess efnis að Hannesi bæri að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna orða sem hann birti á heimasíðu sinni, yrði ógiltur var hafnað. Hann áfrýjaði málinu í kjölfarið til yfirréttar. „Aðalatriðið er að ég tel að mér hafi verið ranglega stefnt og í dómi undirréttar var á það fallist að mér hafi verið stefnt á röngum forsendum. Hins vegar þótti það ekki nóg ástæða til þess að fallast á mína kröfu og ég ákvað í kjölfarið að láta á það reyna, hvort yfirréttur myndi meta efnisatriði málsins með sama hætti," sagði Hannes er Fréttablaðið náði tali af honum í gær en hann var þá staddur í London og ætlaði sér að vera viðstaddur málflutninginn í dag. Grundvöllur málsins byggist á ummælum er birtust á heimasíðu Hannesar, sem vistuð var á vef-svæði Háskóla Íslands. Ummælin voru á ensku og fjölluðu um að Jón hefði lagt grunninn að viðskiptaferli sínum með ólögmætum fíkniefnaviðskiptum. Hannes hefur síðan margsinnis haldið því fram að hann hafi aðeins verið að endursegja fréttir sem fjallað hafi verið um í íslenskum dagblöðum, meðal annars í Morgunpóstinum árið 1995. Jón Ólafsson sagði lögfræðinga sína sjá alfarið um málið er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var því ekki tilbúinn til þess að ræða efnisatriði þess. Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Málflutningur í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, í yfirrétti á Englandi, fer fram í dag. Kröfu Hannesar um að dómur sem féll í enskum dómstóli, þess efnis að Hannesi bæri að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna orða sem hann birti á heimasíðu sinni, yrði ógiltur var hafnað. Hann áfrýjaði málinu í kjölfarið til yfirréttar. „Aðalatriðið er að ég tel að mér hafi verið ranglega stefnt og í dómi undirréttar var á það fallist að mér hafi verið stefnt á röngum forsendum. Hins vegar þótti það ekki nóg ástæða til þess að fallast á mína kröfu og ég ákvað í kjölfarið að láta á það reyna, hvort yfirréttur myndi meta efnisatriði málsins með sama hætti," sagði Hannes er Fréttablaðið náði tali af honum í gær en hann var þá staddur í London og ætlaði sér að vera viðstaddur málflutninginn í dag. Grundvöllur málsins byggist á ummælum er birtust á heimasíðu Hannesar, sem vistuð var á vef-svæði Háskóla Íslands. Ummælin voru á ensku og fjölluðu um að Jón hefði lagt grunninn að viðskiptaferli sínum með ólögmætum fíkniefnaviðskiptum. Hannes hefur síðan margsinnis haldið því fram að hann hafi aðeins verið að endursegja fréttir sem fjallað hafi verið um í íslenskum dagblöðum, meðal annars í Morgunpóstinum árið 1995. Jón Ólafsson sagði lögfræðinga sína sjá alfarið um málið er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var því ekki tilbúinn til þess að ræða efnisatriði þess.
Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira