Birni falið að ganga frá kaupum 30. nóvember 2006 06:00 Varðskip Landhelgisgæslunnar eru þrjú, Ægir, Týr og Óðinn. Ríkisstjórn Íslands fer yfir niðurstöðu skýringaviðræðna íslenskra yfirvalda og skipasmíðafyrirtækisins Asmar á ríkisstjórnarfundi á morgun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra falið að ganga endanlega frá kaupum á varðskipinu á grundvelli skýringaviðræðna sem fram fóru í síðustu viku. Fulltrúar skipasmíðafyrirtækisins Asmar, sem smíðar skip sín í Talcahuano í Chile, funduðu þá með forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupa og Rolls Royce í Noregi en það fyrirtæki kemur að hönnun skipsins. Danskur verkfræðingur, Carsten Fauner, var íslenskum yfirvöldum innan handar í samningaviðræðunum sem tæknilegur ráðgjafi. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu átti Asmar lægsta tilboðið í gerð nýs varðskips, um 2,4 milljarða króna sem var um 200 milljónum undir áætluðum kostnaði. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í gerð varðskipsins, Damen í Hollandi, Simek í Noregi og Peene-werft í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að skipið verði rúmlega 90 metra langt og með 100 til 125 tonna dráttarkraft. Björn Bjarnason vildi ekki tjá sig um málið er Fréttablaðið leitaði eftir því í gær frekar en Sólmundur Jónsson, rekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands fer yfir niðurstöðu skýringaviðræðna íslenskra yfirvalda og skipasmíðafyrirtækisins Asmar á ríkisstjórnarfundi á morgun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra falið að ganga endanlega frá kaupum á varðskipinu á grundvelli skýringaviðræðna sem fram fóru í síðustu viku. Fulltrúar skipasmíðafyrirtækisins Asmar, sem smíðar skip sín í Talcahuano í Chile, funduðu þá með forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupa og Rolls Royce í Noregi en það fyrirtæki kemur að hönnun skipsins. Danskur verkfræðingur, Carsten Fauner, var íslenskum yfirvöldum innan handar í samningaviðræðunum sem tæknilegur ráðgjafi. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu átti Asmar lægsta tilboðið í gerð nýs varðskips, um 2,4 milljarða króna sem var um 200 milljónum undir áætluðum kostnaði. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í gerð varðskipsins, Damen í Hollandi, Simek í Noregi og Peene-werft í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að skipið verði rúmlega 90 metra langt og með 100 til 125 tonna dráttarkraft. Björn Bjarnason vildi ekki tjá sig um málið er Fréttablaðið leitaði eftir því í gær frekar en Sólmundur Jónsson, rekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira