KaSa í Ráðhúsinu 1. desember 2006 10:30 Kasa-Tónlistarhópurinn í björtu veðri við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Í dag kl. 17 geta borgarbúar sótt í Ráðhúsið sitt og hlustað á KaSa hópinn flytja ljúfa klassíska kammertónlist. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Poulenc, Villa-Lobos og Jón Nordal. Hljóðfæraleikararnir í þessari ágætu kammersveit eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Dagskrána kalla þau „Klassísk Reykjavík“ og verður hún á óformlegum nótum með spjalli um tónskáldin og verkin til kynningar. Í lokin verður svo leikinn jólasálmur Mozarts, Í dag er glatt. KaSa-hópurinn var tilnefndur annar tveggja tónlistarhópa Reykjavíkurborgar 2006 og hefur af því tilefni komið fram á árinu á Vetrarhátíð, í Norræna húsinu og nú síðast á tónleikum þann 1. október síðastliðinn í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn við góðar undirtektir. Tónleikarnir sem helgaðir voru íslenskri kammertónlist í sögulegu samhengi voru hljóðritaðir og sendir út af danska ríkisútvarpinu, einnig stendur til að hljóðrita verkin á geisladisk til útgáfu á næsta ári. Enn fremur mun KaSa hópurinn flytja tónlistarkynningar í Menntaskólanum í Reykjavík, í Borgarholtsskóla og á hjúkrunarheimilinu Skjóli á næstunni. KaSa-tónlistarhópurinn hefur hlotið styrki til tónlistarverkefna frá eftirtöldum aðilum: Menntamálaráðuneytið/Tónlistarsjóður, viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, Skandinavia-Japan Sasakawa sjóðurinn, Reykjavík-Loftbrú, Menningarsjóður Íslandsbanka & Sjóvár-Almennra, Tíbrá, Nýsköpunarsjóður tónlistar Musica Nova, Fitur, Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar, Minningarsjóður Margrétar Björg-ólfsdóttur, Þróunarsjóður Leikskóla, Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og Tónskáldasjóður RÚV. Það er því í boði þessara aðila sem áhorfendur geta notið ljúfra tóna í Ráðhúsinu í dag. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í dag kl. 17 geta borgarbúar sótt í Ráðhúsið sitt og hlustað á KaSa hópinn flytja ljúfa klassíska kammertónlist. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Poulenc, Villa-Lobos og Jón Nordal. Hljóðfæraleikararnir í þessari ágætu kammersveit eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Dagskrána kalla þau „Klassísk Reykjavík“ og verður hún á óformlegum nótum með spjalli um tónskáldin og verkin til kynningar. Í lokin verður svo leikinn jólasálmur Mozarts, Í dag er glatt. KaSa-hópurinn var tilnefndur annar tveggja tónlistarhópa Reykjavíkurborgar 2006 og hefur af því tilefni komið fram á árinu á Vetrarhátíð, í Norræna húsinu og nú síðast á tónleikum þann 1. október síðastliðinn í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn við góðar undirtektir. Tónleikarnir sem helgaðir voru íslenskri kammertónlist í sögulegu samhengi voru hljóðritaðir og sendir út af danska ríkisútvarpinu, einnig stendur til að hljóðrita verkin á geisladisk til útgáfu á næsta ári. Enn fremur mun KaSa hópurinn flytja tónlistarkynningar í Menntaskólanum í Reykjavík, í Borgarholtsskóla og á hjúkrunarheimilinu Skjóli á næstunni. KaSa-tónlistarhópurinn hefur hlotið styrki til tónlistarverkefna frá eftirtöldum aðilum: Menntamálaráðuneytið/Tónlistarsjóður, viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, Skandinavia-Japan Sasakawa sjóðurinn, Reykjavík-Loftbrú, Menningarsjóður Íslandsbanka & Sjóvár-Almennra, Tíbrá, Nýsköpunarsjóður tónlistar Musica Nova, Fitur, Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar, Minningarsjóður Margrétar Björg-ólfsdóttur, Þróunarsjóður Leikskóla, Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og Tónskáldasjóður RÚV. Það er því í boði þessara aðila sem áhorfendur geta notið ljúfra tóna í Ráðhúsinu í dag.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira