Skattlagning ellilífeyris 16. desember 2006 05:00 Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosningaloforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur ellilífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Svíþjóð í fjórtán ár. Fór út til Svíþjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Svíþjóð þennan tíma. Ég fékk ellilífeyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skattleggja lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skattskýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tvískatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bannað að tvískatta innan Norðurlandanna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo framvegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyrisþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlandaþjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan peningarnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosningaloforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur ellilífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Svíþjóð í fjórtán ár. Fór út til Svíþjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Svíþjóð þennan tíma. Ég fékk ellilífeyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skattleggja lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skattskýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tvískatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bannað að tvískatta innan Norðurlandanna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo framvegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyrisþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlandaþjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan peningarnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar