Vildu hætta á toppnum 21. desember 2006 15:15 Hljómsveitin Í svörtum fötum ætlar að leggja upp laupana eftir átta ára starf. Hljómsveitin Í svörtum fötum ætlar að hætta störfum eftir þrenna tónleika sem hún heldur á milli jóla og nýárs. Sveitin hefur verið starfandi í átta ár og að sögn Einars Arnar Jónssonar hljómborðsleikara var ákvörðunin tekin í mars síðastliðnum. „Við ætlum að hvíla okkur á markaðnum og snúa okkur að öðru, alla vega í bili,“ segir Einar Örn og vill ekki útiloka að sveitin muni eiga endurkomu einhvern tímann síðar. „Það eru tvö ár síðan við fórum fyrst að spá í þetta en við höfum alltaf frestað þessu enda hefur velgengnin alltaf verið á uppleið. Við höldum að toppnum sé náð núna og það er best að hætta á toppnum.“Hver í sína áttinajónsi Söngvari Í svörtum fötum ætlar að einbeita sér að sólóferli sínum á næstunni.Fjórða plata Í svörtum fötum, Orð, kom út á dögunum og hefur hún fengið ágætis dóma þótt salan hafi verið minni en á síðustu þremur plötum sem allar fóru í gull, eða yfir 5.500 eintaka markið. Segir Einar Örn að salan hafi ekkert haft með ákvörðun sveitarinnar að gera, enda hafi hún verið tekin í mars eins og áður sagði.Meðlimir sveitarinnar, þeir Einar Örn, Jónsi, Hrafnkell, Áki og Palli fara nú hver í sína áttina og býst Einar Örn við því að Jónsi verði sá eini sem muni halda áfram í tónlistinni að einhverju viti. „Ég er menntaður viðskiptafræðingur og er þessa dagana að leita mér að starfi í þeim geira. Hrafnkell er að klára nám og er kominn í sumarbústaðabissness, Áki er í markaðsdeildinni hjá Glitni og Palli hefur verið að kenna í Garðaskóla. Það stefnir ekkert í að við séum að fara að gera neitt mikið á tónlistarsviðinu á næstu misserum,“ segir hann.Lengsta fríið þrjár vikurEinar Örn játar að það verði gríðarleg viðbrigði að hætta í hljómsveitinni. „Við vitum ekki alveg hvaða áhrif þetta á eftir að hafa. Lengsta frí sem við höfum tekið síðustu sjö árin er þrjár vikur. Við höfum verið stanslaust í þessu en þessi sveitaballamarkaður var hálflúinn þegar við vorum að byrja 1999. Hann var eiginlega búinn en hann hefur samt breyst svolítið. Maður getur ekki gengið að því vísu að fara á staði eins og Selfoss og Keflavík lengur enda höfum við verið meira á Nasa, Players og í Sjallanum. Síðan hefur fyrirtækja- og einkageirinn komið mjög sterkt inn.“ Miklir fjölskyldumennAð sögn Einars Arnar eru meðlimir Í svörtum fötum miklir fjölskyldumenn og geta núna einbeitt sér að þeim. „Til lengdar er þessi vinnutími ekkert mjög hentugur fyrir fjölskyldumenn en við sjáum svo sannarlega ekki eftir þessum tíma. Þetta er búið að vera frábært.“ Rosalega mikil keyrslaSíðustu tónleikar Í svörtum fötum verða einmitt í helstu vígjum sveitarinnar, í Sjallanum annan í jólum, á Players 29. desember og á Nasa kvöldið eftir. Verður hörðustu stuðningsmönnum sveitarinnar sem mæta á Players boðið á lokaballið á Nasa. „Við ætlum fyrst og fremst að vera við sjálfir og vera extra mikið við sjálfir,“ segir Einar Örn um þessa síðustu tónleika. „Það verða engir gestaleikarar eða neitt svoleiðis eða einhverjar sprengingar. Þetta verða týpísk Í svörtum fötum böll. Það verður rosalega mikil keyrsla, lögin spiluð aðeins of hratt, engin pása á milli laga og lagavalið verður í samræmi við tónlistarsmekk íslensks almennings,“ segir hann og hlær.freyr@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Í svörtum fötum ætlar að hætta störfum eftir þrenna tónleika sem hún heldur á milli jóla og nýárs. Sveitin hefur verið starfandi í átta ár og að sögn Einars Arnar Jónssonar hljómborðsleikara var ákvörðunin tekin í mars síðastliðnum. „Við ætlum að hvíla okkur á markaðnum og snúa okkur að öðru, alla vega í bili,“ segir Einar Örn og vill ekki útiloka að sveitin muni eiga endurkomu einhvern tímann síðar. „Það eru tvö ár síðan við fórum fyrst að spá í þetta en við höfum alltaf frestað þessu enda hefur velgengnin alltaf verið á uppleið. Við höldum að toppnum sé náð núna og það er best að hætta á toppnum.“Hver í sína áttinajónsi Söngvari Í svörtum fötum ætlar að einbeita sér að sólóferli sínum á næstunni.Fjórða plata Í svörtum fötum, Orð, kom út á dögunum og hefur hún fengið ágætis dóma þótt salan hafi verið minni en á síðustu þremur plötum sem allar fóru í gull, eða yfir 5.500 eintaka markið. Segir Einar Örn að salan hafi ekkert haft með ákvörðun sveitarinnar að gera, enda hafi hún verið tekin í mars eins og áður sagði.Meðlimir sveitarinnar, þeir Einar Örn, Jónsi, Hrafnkell, Áki og Palli fara nú hver í sína áttina og býst Einar Örn við því að Jónsi verði sá eini sem muni halda áfram í tónlistinni að einhverju viti. „Ég er menntaður viðskiptafræðingur og er þessa dagana að leita mér að starfi í þeim geira. Hrafnkell er að klára nám og er kominn í sumarbústaðabissness, Áki er í markaðsdeildinni hjá Glitni og Palli hefur verið að kenna í Garðaskóla. Það stefnir ekkert í að við séum að fara að gera neitt mikið á tónlistarsviðinu á næstu misserum,“ segir hann.Lengsta fríið þrjár vikurEinar Örn játar að það verði gríðarleg viðbrigði að hætta í hljómsveitinni. „Við vitum ekki alveg hvaða áhrif þetta á eftir að hafa. Lengsta frí sem við höfum tekið síðustu sjö árin er þrjár vikur. Við höfum verið stanslaust í þessu en þessi sveitaballamarkaður var hálflúinn þegar við vorum að byrja 1999. Hann var eiginlega búinn en hann hefur samt breyst svolítið. Maður getur ekki gengið að því vísu að fara á staði eins og Selfoss og Keflavík lengur enda höfum við verið meira á Nasa, Players og í Sjallanum. Síðan hefur fyrirtækja- og einkageirinn komið mjög sterkt inn.“ Miklir fjölskyldumennAð sögn Einars Arnar eru meðlimir Í svörtum fötum miklir fjölskyldumenn og geta núna einbeitt sér að þeim. „Til lengdar er þessi vinnutími ekkert mjög hentugur fyrir fjölskyldumenn en við sjáum svo sannarlega ekki eftir þessum tíma. Þetta er búið að vera frábært.“ Rosalega mikil keyrslaSíðustu tónleikar Í svörtum fötum verða einmitt í helstu vígjum sveitarinnar, í Sjallanum annan í jólum, á Players 29. desember og á Nasa kvöldið eftir. Verður hörðustu stuðningsmönnum sveitarinnar sem mæta á Players boðið á lokaballið á Nasa. „Við ætlum fyrst og fremst að vera við sjálfir og vera extra mikið við sjálfir,“ segir Einar Örn um þessa síðustu tónleika. „Það verða engir gestaleikarar eða neitt svoleiðis eða einhverjar sprengingar. Þetta verða týpísk Í svörtum fötum böll. Það verður rosalega mikil keyrsla, lögin spiluð aðeins of hratt, engin pása á milli laga og lagavalið verður í samræmi við tónlistarsmekk íslensks almennings,“ segir hann og hlær.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira