Mourinho sættir sig við rauða spjaldið 15. janúar 2006 23:06 Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði ekki yfir miklu að kvarta eftir 2-1 útisigur sinna manna gegn botnliði Sunderland í dag sunnudag. Hann segir dómarann hafa gert rétt þegar hann vísaði Arjen Robben af velli fyrir að fagna sigurmarki sínu með áhorfendum en sá hollenski stökk yfir auglýsingaskilti og henti sér í áhorfendaskarann. Chris Foy veifaði Robben gula spjaldinu í annað sinn í leiknum og því rauðu þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. "Dómarinn gerði vel því hann fór bara eftir reglunum. Næst þegar Arjen skorar þá man hann eftir þessu og út allan sinn feril. Hann á aldrei eftir að gera þetta aftur." segir Mourinho og gaukaði að hugmynd sem honum finnst betri lausn en að refsa með gulu spjaldi. "Ég held að það væri nóg ef dómarinn myndi bæta við mínútu í viðbótartíma í stað þess að veifa spjaldinu. Það tekur tíma að fagna með áhorfendum og þeim tíma var bætt við. Fyrra gula spjaldið sem Robben fékk var röng ákvörðun hjá dómaranum. En þannig er það nú einu sinni að dómarar geta alltaf gert svona lítil mistök." sagði Jose hógværðin uppmáluð og hreinlega spurning hvort hann sé að mýkjast sá portúgalski.Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með Chelsea og stóð sig mjög vel. Á heimasíðu Chelsea er hann með þriðju hæstu einkunina af leikmönnum liðsins eða 7.3 á eftir Robben (7.67) og Crespo (7.95) Þetta var 250. leikur Eiðs Smára fyrir Chelsea. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði ekki yfir miklu að kvarta eftir 2-1 útisigur sinna manna gegn botnliði Sunderland í dag sunnudag. Hann segir dómarann hafa gert rétt þegar hann vísaði Arjen Robben af velli fyrir að fagna sigurmarki sínu með áhorfendum en sá hollenski stökk yfir auglýsingaskilti og henti sér í áhorfendaskarann. Chris Foy veifaði Robben gula spjaldinu í annað sinn í leiknum og því rauðu þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. "Dómarinn gerði vel því hann fór bara eftir reglunum. Næst þegar Arjen skorar þá man hann eftir þessu og út allan sinn feril. Hann á aldrei eftir að gera þetta aftur." segir Mourinho og gaukaði að hugmynd sem honum finnst betri lausn en að refsa með gulu spjaldi. "Ég held að það væri nóg ef dómarinn myndi bæta við mínútu í viðbótartíma í stað þess að veifa spjaldinu. Það tekur tíma að fagna með áhorfendum og þeim tíma var bætt við. Fyrra gula spjaldið sem Robben fékk var röng ákvörðun hjá dómaranum. En þannig er það nú einu sinni að dómarar geta alltaf gert svona lítil mistök." sagði Jose hógværðin uppmáluð og hreinlega spurning hvort hann sé að mýkjast sá portúgalski.Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með Chelsea og stóð sig mjög vel. Á heimasíðu Chelsea er hann með þriðju hæstu einkunina af leikmönnum liðsins eða 7.3 á eftir Robben (7.67) og Crespo (7.95) Þetta var 250. leikur Eiðs Smára fyrir Chelsea.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira