ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu 12. maí 2006 12:07 Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Samkomulag náðist milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra í mars 2003 um að tvöfaldaður yrði lífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið sjötíu og fimm prósent öryrkjar eða meira og væru á aldrinum átján ára eða yngri en viðbótin færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Tryggingastofnun ríkisins mat það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega einn og hálfan milljarð að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 var einungis gert ráð fyrir milljarði. Öryrkjabandalagið höfðaði mál í nóvember í fyrra til að knýja fram efndir. Ríkið krafðist þess hins vegar að kröfum bandalagsins yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur vísaði frá dómi aðalkröfunni um að viðurkennt yrði með dómi, að samkomulag hefði náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira og að ráðherra yrði gert að viðlögðum dagsektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mælti fyrir um lagabreytingar þessu tengdu. Dómurinn ætlar hins vegar að taka til meðferðar greiðsluskyldu vegna samkomualgsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir það í raun stórsigur þar sem þetta verði fyrsta mál sinnar tegundar og hafi þar með ótvírætt fordæmisgildi, til að mynda í þeim málum þar sem stjórnvöld komi að lausn kjarasamninga, ef deilur komi upp um efndirnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Samkomulag náðist milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra í mars 2003 um að tvöfaldaður yrði lífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið sjötíu og fimm prósent öryrkjar eða meira og væru á aldrinum átján ára eða yngri en viðbótin færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Tryggingastofnun ríkisins mat það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega einn og hálfan milljarð að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 var einungis gert ráð fyrir milljarði. Öryrkjabandalagið höfðaði mál í nóvember í fyrra til að knýja fram efndir. Ríkið krafðist þess hins vegar að kröfum bandalagsins yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur vísaði frá dómi aðalkröfunni um að viðurkennt yrði með dómi, að samkomulag hefði náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira og að ráðherra yrði gert að viðlögðum dagsektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mælti fyrir um lagabreytingar þessu tengdu. Dómurinn ætlar hins vegar að taka til meðferðar greiðsluskyldu vegna samkomualgsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir það í raun stórsigur þar sem þetta verði fyrsta mál sinnar tegundar og hafi þar með ótvírætt fordæmisgildi, til að mynda í þeim málum þar sem stjórnvöld komi að lausn kjarasamninga, ef deilur komi upp um efndirnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira