Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít 21. maí 2006 16:34 Ludovic Giuly (í miðjunni) fagnar hér Evróputitlinum með Barcelona í síðustu viku. Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Giuly segir Domenech ekki bera virðingu fyrir sér á meðan Anelka heldur því fram að landsliðsþjálfarinn hafi vísvitandi reynt að niðurlægja sig. Giuly lætur þjálfarann fá það óþvegið í franska dagblaðinu L'Equipe í dag og segist ekki munu koma þjálfaranum til bjargar þó upp komi neyðartilfelli hjá franska landsliðinu. "Ef meiðsli koma upp í landsliðinu þá er það bara hans vandamál. Ég fer því bara til Ástralíu á mánudaginn í frí þar sem ég verð í mánuð. Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít." sagði svekktur Giuly sem átti gott tímabil með Spánar og Evrópumeisturum Barcelona. "Það versta er að enginn hringdi í mig til að biðja mig um að vera til taks ef upp koma meiðsli. Domenech var ekki einu sinni fær um að hringja, Það er lykilatriði að tala alla vega við leikmenn. Domenech sagðist hafa valið liðið með það til hliðsjónar að leikmenn hefðu mikla reynslu af stórleikjum og að leika vel í þeim. Mér fannst ég uppfylla öll skilyrðin þannig að annað hvort hef ég misskilið Domenech eða þá að hann ætti að breyta ræðunni sinni." bætti Giuly við. Anelka, sem leikur hjá Fenerbahce í Tyrklandi hefur löngum lent upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka og hefur t.a.m. misst af tveimur síðustu heimsmeistarakeppnum þess vegna. Þó hann hafi verið kallaður í hópinn fyrir vináttuleik gegn Kosta Ríka í nóvember sl. þar sem hann skoraði kom það honum ekkert sérstaklega á óvart þó hann hafi ekki fengið kallið fyrir HM. "Eins og venjulega þá er ég ekki dæmdur af knattspyrnuhæfileikum mínum. Ég fæ á tilfinninguna að Domenech hafi bara valið mig í nóvember til þess eins að geta niðurlægt mig eftir á. Ég held að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka mig með til Þýskalands þó mér finnist ég hafi átt það skilið." sagði Anelka í viðtali við dagblaðið Le Journal du Dimanche í dag og ljóst að honum er ekki heldur neitt sérlega hlýtt til Domenech frekar enn fyrri landsliðsþjálfara Frakka. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Giuly segir Domenech ekki bera virðingu fyrir sér á meðan Anelka heldur því fram að landsliðsþjálfarinn hafi vísvitandi reynt að niðurlægja sig. Giuly lætur þjálfarann fá það óþvegið í franska dagblaðinu L'Equipe í dag og segist ekki munu koma þjálfaranum til bjargar þó upp komi neyðartilfelli hjá franska landsliðinu. "Ef meiðsli koma upp í landsliðinu þá er það bara hans vandamál. Ég fer því bara til Ástralíu á mánudaginn í frí þar sem ég verð í mánuð. Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít." sagði svekktur Giuly sem átti gott tímabil með Spánar og Evrópumeisturum Barcelona. "Það versta er að enginn hringdi í mig til að biðja mig um að vera til taks ef upp koma meiðsli. Domenech var ekki einu sinni fær um að hringja, Það er lykilatriði að tala alla vega við leikmenn. Domenech sagðist hafa valið liðið með það til hliðsjónar að leikmenn hefðu mikla reynslu af stórleikjum og að leika vel í þeim. Mér fannst ég uppfylla öll skilyrðin þannig að annað hvort hef ég misskilið Domenech eða þá að hann ætti að breyta ræðunni sinni." bætti Giuly við. Anelka, sem leikur hjá Fenerbahce í Tyrklandi hefur löngum lent upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka og hefur t.a.m. misst af tveimur síðustu heimsmeistarakeppnum þess vegna. Þó hann hafi verið kallaður í hópinn fyrir vináttuleik gegn Kosta Ríka í nóvember sl. þar sem hann skoraði kom það honum ekkert sérstaklega á óvart þó hann hafi ekki fengið kallið fyrir HM. "Eins og venjulega þá er ég ekki dæmdur af knattspyrnuhæfileikum mínum. Ég fæ á tilfinninguna að Domenech hafi bara valið mig í nóvember til þess eins að geta niðurlægt mig eftir á. Ég held að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka mig með til Þýskalands þó mér finnist ég hafi átt það skilið." sagði Anelka í viðtali við dagblaðið Le Journal du Dimanche í dag og ljóst að honum er ekki heldur neitt sérlega hlýtt til Domenech frekar enn fyrri landsliðsþjálfara Frakka.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira