Ásakaðir um hrottafengin morð 27. maí 2006 21:04 Vídeómyndir sem fjölmiðlafræðinemi í Haditha tók. Þær sýna eitthvað sem lítur út fyrir að vera líkhús sem sett var upp eftir morðin. Time Magazine fékk myndirnar frá Hammurabi mannréttindasamtökunum. MYND/AP Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Blóðbaðið átti sér stað í bænum Haditha, sem stendur við bakka Efrat-fljóts, en þar hefur verið róstusamt allt frá innrásinni vorið 2003. Kveikjan að því virðist hafa verið sprengjuárás þar sem herforingi úr bandaríska landgönguliðinu lét lífið í nóvember á síðasta ári. Sjónarvottar segja að í kjölfarið hafi félagar mannsins farið hús úr húsi í bænum og skotið á allt sem fyrir varð. Þau fyrstu sem fengu heimsókn frá þeim hálfáttræður maður sem bundinn var við hjólastól og fjölskylda hans, þar á meðal fjögur barnabörn, það elsta átta ára, það yngsta tveggja mánaða. Ekkert þeirra komst lífs af. Svipuð örlög biðu þeirra sem bjuggu í næsta húsi, hjóna með sjö börn sem öll voru undir fjórtán ára aldri. Þegar morðæðið var afstaðið lágu 24 í valnum. Tvennum sögum fer svo af því hvort handsprengjur hafi verið notaðar til að eyðileggja hús fólksins eða jafnvel sprengjum varpað á þau úr flugvélum, en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Landgönguliðarnir gáfu svo falskar skýringar á drápunum, þeir sem féllu í Haditha voru ýmist sagðir hafa dáið í sjálfri vegsprengjuárásinni eða verið úr hópi uppreisnarmanna. Nefnd á vegum Bandaríkjahers vinnur að rannsókn málsins og mun hún skila niðurstöðum sínum á næstunni en fullvíst er talið að hún leggi til að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka. Mennirnir hafa allir verið leystir frá störfum á meðan ásakanirnar eru kannaðar til hlítar. Verði þær sannaðar er þarna um að ræða verstu illvirki bandarískra hermanna í Írak frá innrásinni, jafnvel enn verri en misþyrmingarnar í Abu Ghraib. Bandaríkin Írak Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Blóðbaðið átti sér stað í bænum Haditha, sem stendur við bakka Efrat-fljóts, en þar hefur verið róstusamt allt frá innrásinni vorið 2003. Kveikjan að því virðist hafa verið sprengjuárás þar sem herforingi úr bandaríska landgönguliðinu lét lífið í nóvember á síðasta ári. Sjónarvottar segja að í kjölfarið hafi félagar mannsins farið hús úr húsi í bænum og skotið á allt sem fyrir varð. Þau fyrstu sem fengu heimsókn frá þeim hálfáttræður maður sem bundinn var við hjólastól og fjölskylda hans, þar á meðal fjögur barnabörn, það elsta átta ára, það yngsta tveggja mánaða. Ekkert þeirra komst lífs af. Svipuð örlög biðu þeirra sem bjuggu í næsta húsi, hjóna með sjö börn sem öll voru undir fjórtán ára aldri. Þegar morðæðið var afstaðið lágu 24 í valnum. Tvennum sögum fer svo af því hvort handsprengjur hafi verið notaðar til að eyðileggja hús fólksins eða jafnvel sprengjum varpað á þau úr flugvélum, en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Landgönguliðarnir gáfu svo falskar skýringar á drápunum, þeir sem féllu í Haditha voru ýmist sagðir hafa dáið í sjálfri vegsprengjuárásinni eða verið úr hópi uppreisnarmanna. Nefnd á vegum Bandaríkjahers vinnur að rannsókn málsins og mun hún skila niðurstöðum sínum á næstunni en fullvíst er talið að hún leggi til að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka. Mennirnir hafa allir verið leystir frá störfum á meðan ásakanirnar eru kannaðar til hlítar. Verði þær sannaðar er þarna um að ræða verstu illvirki bandarískra hermanna í Írak frá innrásinni, jafnvel enn verri en misþyrmingarnar í Abu Ghraib.
Bandaríkin Írak Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira