Þykja hafa unnið töluvert afrek við slökkvistarf 12. júní 2006 22:48 Frá Fljótsdal. MYND/Vilhelm Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira