Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld 27. ágúst 2006 10:15 MYND/Vilhelm Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar tilkynning barst um að reykur bærist um farþegarými í þotu frá Biritish Ariways sem var á leið frá London til Denver í Bandaríkjunum. 270 manns voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boing 777. Hátt í 300 manna lið var ræst út en sökum þess hversu atburðarrásin var hröð var mörgum snúið við áður en þeir mættu til aðgerða. Vélin var ekki nema um 50 mílur frá landi þegar áhöfnin varð reyksins var og ákvað að snúa til lendingar í Keflavík. Innan við tíu mínútum seinna var vélin lent og menn frá slökkviliði og flugmálayfirvöldum fóru um borð. Reykurinn kom frá brauðvél og virðist rafkerfi eða mótor í henni hafa brunnið yfir með þessum afleiðingum. Lendingin gekk giftursamlega en flugvélin var yfirhlaðin af eldsneyti sem ekki var hægt að losa úr vélinni við kringumstæður þar sem grunur lék á eldi um borð. Það varð því að yfirfara lendingarbúnað áður en hægt var að halda vélinni áfram. Vélin var dregin að landgangi á Leifsstöð en flugfélagið ákvað að hleypa farþegum ekki frá borði væntanlega til þess að spara kostnað. Flugfarþegarnir biðu því um borð í vélinni allt þar til vélin hélt áfram, áleiðis til Bandaríkjanna klukkan hálftíu í gærkvöld - þremur og hálfri klukkustund eftir að henni var lent. Að sögn fulltrúa sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og flugmálayfirvalda sem fóru um borð í vélina virtust farþegar nokkuð rólegir og yfirvegaðir þrátt fyrir atburðinn og veifðu þeir til myndatökumanna skömmu fyrir brottför þrátt fyrir að hafa þurft að dúsa í vélinn á fjórðu klukkustund. Aðgerðir gengu vel á vellinum í gærkvöld, að sögn þeirra sem stýrðu aðgerðum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar tilkynning barst um að reykur bærist um farþegarými í þotu frá Biritish Ariways sem var á leið frá London til Denver í Bandaríkjunum. 270 manns voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Boing 777. Hátt í 300 manna lið var ræst út en sökum þess hversu atburðarrásin var hröð var mörgum snúið við áður en þeir mættu til aðgerða. Vélin var ekki nema um 50 mílur frá landi þegar áhöfnin varð reyksins var og ákvað að snúa til lendingar í Keflavík. Innan við tíu mínútum seinna var vélin lent og menn frá slökkviliði og flugmálayfirvöldum fóru um borð. Reykurinn kom frá brauðvél og virðist rafkerfi eða mótor í henni hafa brunnið yfir með þessum afleiðingum. Lendingin gekk giftursamlega en flugvélin var yfirhlaðin af eldsneyti sem ekki var hægt að losa úr vélinni við kringumstæður þar sem grunur lék á eldi um borð. Það varð því að yfirfara lendingarbúnað áður en hægt var að halda vélinni áfram. Vélin var dregin að landgangi á Leifsstöð en flugfélagið ákvað að hleypa farþegum ekki frá borði væntanlega til þess að spara kostnað. Flugfarþegarnir biðu því um borð í vélinni allt þar til vélin hélt áfram, áleiðis til Bandaríkjanna klukkan hálftíu í gærkvöld - þremur og hálfri klukkustund eftir að henni var lent. Að sögn fulltrúa sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og flugmálayfirvalda sem fóru um borð í vélina virtust farþegar nokkuð rólegir og yfirvegaðir þrátt fyrir atburðinn og veifðu þeir til myndatökumanna skömmu fyrir brottför þrátt fyrir að hafa þurft að dúsa í vélinn á fjórðu klukkustund. Aðgerðir gengu vel á vellinum í gærkvöld, að sögn þeirra sem stýrðu aðgerðum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira