Tveir fangar taldir tengjast fíkniefnasmyglinu 28. ágúst 2006 12:09 Mynd/Stefán Tveir fangar sem afplána dóm á Litla-hrauni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni á laugardaginn. Forstöðumaður Litla-Hrauns segir fíkniefnasmygl fangavarðarins mikið áfall. Fangavörðurinn hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald og refsifangarnir í sex daga gæsluvarðhald en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og lögregluyfirvöld vilja lítið gefa upp um rannsókn þess. Kristján Stefánsson, forstöðumaður á Litla-Hrauni segir smyglið vera mikið áfall fyrir fangaverði og til standi að halda fundi með starfsmönnum í vikunni vegna þessa. Mikið hefur verið um fíkniefni á Litla-hrauni í sumar og fóru grunsemdir að vakna um að einhver starfsmannanna væri viðriðin smygl en ólíklegt þótti að fólk sem færi í gegnum almenna skoðun gætu smyglað því magni sem um ræðir. Kristján segir að orðrómur hafi verið innan veggja fangelsins að umræddur maður ætti þátt í fíkniefnasmygli til fanga.Fangavörðurinn, sem er um tvítugt, var starfsmaður í sumarafleysingum. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, segir manninn hafa hreint sakavottorð og hafi komið vel fyrir í ráðningarviðtali fyrr í sumar. Hann segir óljóst á þessari stundu hvernig tekið verði á málinu eða hvort fleiri tengist því, en harður heimur ríki innan múra fangelsa og því sé ekki útilokað að fangar eigi þátt í smyglinu.Valtýr segir að breytingar gætu orðið á eftirliti með starfsfólki fangelsa en fíkniefnasmygl fangavarða er einsdæmi hér á landi svo vitað sé. Fréttir Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Tveir fangar sem afplána dóm á Litla-hrauni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni á laugardaginn. Forstöðumaður Litla-Hrauns segir fíkniefnasmygl fangavarðarins mikið áfall. Fangavörðurinn hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald og refsifangarnir í sex daga gæsluvarðhald en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og lögregluyfirvöld vilja lítið gefa upp um rannsókn þess. Kristján Stefánsson, forstöðumaður á Litla-Hrauni segir smyglið vera mikið áfall fyrir fangaverði og til standi að halda fundi með starfsmönnum í vikunni vegna þessa. Mikið hefur verið um fíkniefni á Litla-hrauni í sumar og fóru grunsemdir að vakna um að einhver starfsmannanna væri viðriðin smygl en ólíklegt þótti að fólk sem færi í gegnum almenna skoðun gætu smyglað því magni sem um ræðir. Kristján segir að orðrómur hafi verið innan veggja fangelsins að umræddur maður ætti þátt í fíkniefnasmygli til fanga.Fangavörðurinn, sem er um tvítugt, var starfsmaður í sumarafleysingum. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, segir manninn hafa hreint sakavottorð og hafi komið vel fyrir í ráðningarviðtali fyrr í sumar. Hann segir óljóst á þessari stundu hvernig tekið verði á málinu eða hvort fleiri tengist því, en harður heimur ríki innan múra fangelsa og því sé ekki útilokað að fangar eigi þátt í smyglinu.Valtýr segir að breytingar gætu orðið á eftirliti með starfsfólki fangelsa en fíkniefnasmygl fangavarða er einsdæmi hér á landi svo vitað sé.
Fréttir Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira