Engin tengsl við al Qaeda 8. september 2006 22:30 George Bush, Bandaríkjaforseti. MYND/AP Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Í aðdraganda Íraksstríðsins var látið að því liggja og því jafnvel haldið fram fullum fetum að tengsl væru á milli forsetans fyrrverandi og samtakanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkru að sú staðreynd að Abu Musab al-Zarqawi, látinn leiðtogi al Qaeda, hefði búið í Írak fyrir stríðið renndi stoðum undir fullyrðingar um tengsl. Demókratar á þingi segja skýrsluna veikja rök fyrir innrásinni í Írak og er það sem fram kemur í henni sagt áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Bush hafi ítrekað reynt að tengja Íraksstríðið, sem flestir Bandaríkjamenn telji nú hafa verið mistök, við svokallað stríð gegn hryðjuverkum, sem þjóðin styðji. Þessi skýrsla er nú birt um leið og Bandaríkjaforseti er að flytja ræður í tengslum við ellefta september í næstu viku þegar fyrr ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, kveikjunni að stríðinu gegn hryðjuverkum. Það var sú nefnd öldungadeildar sem fjallar um leyniþjónustumál sem birti skýrsluna í dag en hún er seinni liður í umfjöllun nefndarinnar um þær upplýsingar sem lágu fyrir í aðdraganda innrásarinnar. Í fyrri hlutanum var fjallað um þau mistök sem leyniþjónustan hafi gert í mati sínum á vopnaáæltun Íraka. Samkvæmt skýrslunni sem birt var í dag var Saddam Hússein tortrygginn í garð al Qaeda og leit á öfgamenn meðal múslima sem ógn við valdi sínu. Hann mun hafa hafnað öllum beiðnum al Kaída um hjálp. Í skýrslunni segir að himinn og haf hafi verið á milli hugmyndafræði íraskra stjórnvalda annars vegar og al Kaída hins vegar. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir ekkert nýtt í þessari skýrslu. Erlent Fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Í aðdraganda Íraksstríðsins var látið að því liggja og því jafnvel haldið fram fullum fetum að tengsl væru á milli forsetans fyrrverandi og samtakanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkru að sú staðreynd að Abu Musab al-Zarqawi, látinn leiðtogi al Qaeda, hefði búið í Írak fyrir stríðið renndi stoðum undir fullyrðingar um tengsl. Demókratar á þingi segja skýrsluna veikja rök fyrir innrásinni í Írak og er það sem fram kemur í henni sagt áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Bush hafi ítrekað reynt að tengja Íraksstríðið, sem flestir Bandaríkjamenn telji nú hafa verið mistök, við svokallað stríð gegn hryðjuverkum, sem þjóðin styðji. Þessi skýrsla er nú birt um leið og Bandaríkjaforseti er að flytja ræður í tengslum við ellefta september í næstu viku þegar fyrr ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, kveikjunni að stríðinu gegn hryðjuverkum. Það var sú nefnd öldungadeildar sem fjallar um leyniþjónustumál sem birti skýrsluna í dag en hún er seinni liður í umfjöllun nefndarinnar um þær upplýsingar sem lágu fyrir í aðdraganda innrásarinnar. Í fyrri hlutanum var fjallað um þau mistök sem leyniþjónustan hafi gert í mati sínum á vopnaáæltun Íraka. Samkvæmt skýrslunni sem birt var í dag var Saddam Hússein tortrygginn í garð al Qaeda og leit á öfgamenn meðal múslima sem ógn við valdi sínu. Hann mun hafa hafnað öllum beiðnum al Kaída um hjálp. Í skýrslunni segir að himinn og haf hafi verið á milli hugmyndafræði íraskra stjórnvalda annars vegar og al Kaída hins vegar. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir ekkert nýtt í þessari skýrslu.
Erlent Fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira