Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 11. september 2006 18:59 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim. Erlent Fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira