Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast 11. september 2006 18:58 Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. Skortur á starfsfólki í láglaunastörf í þjóðfélagsins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfsmannastjórar margra fyrirtækja hafa svipaða sögu að segja: fólk fæst einfaldlega ekki í þessi störf. Og af þeim fáu sem sækja um setja sumir fram sérstakar kröfur, að sögn Svans Valgeirssonar, starfsmannastjóra Bónus. Hann segir þónokkra krefjast þess að fá helming launanna greiddan svart. Svanur segir það fólk á öllum aldri sem setji fram þessar kröfur, en eingöngu Íslendingar. Í tölum sem Hagstofan birti fyrir helgi kemur fram að fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði nær þrefaldaðist á tímabilinu 1998 til 2005. Starfsfólki Bónus af erlendum uppruna mun fjölga á næstunni en þar starfa nú um 15 erlendir ríkisborgarar. Svanur segir að til standi að tvöfalda þann fjölda á næstu vikum og mánuðum. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur verið starfrækt frá árinu 1922. Helga Jóhanna Karlsdóttir er starfsmannastjóri þessa elsta starfandi dvalarheimilis fyrir aldraða á Íslandi. Hún segir það ganga illa að fá fólk í laus störf um þessar mundir, og helst vanti sjúkraliða og fólk í umönnunarstörf. Um 10 manns vantar í hvorn hóp. Af um 300 starfsmönnum Grundar eru hátt í 50 af erlendum uppruna, og það frá 15 þjóðlöndum. Og meðalaldur starfsmanna virðist fara lækkandi, að sögn Helgu. Hjá Bónus hefur verið tekin upp nýbreytni við að fá fólk í láglaunastörfin: Þeir núverandi starfsmenn sem fá nýtt starfsfólk til liðs við fyrirtækið fá greiddar 100 þúsund krónur "á haus", ef starfsmaðurinn starfar í hálft ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira