Mótmælendur verða teknir föstum tökum 19. september 2006 12:21 Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum. Mikil átök brutust út víða í Ungverjalandi í nótt þegar þúsundir manna kröfðust þess að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, segði af sér eftir að hann varð uppvís um lygar. Átökin voru mest í höfuðborginn Búdapest þar sem mótmælendur ruddust inn í höfuðstöðvar Ríkissjónvarpsins eftir að hafa kveikt í fjölda bíla þar fyrir utan. Á sunnudaginn spilaði Ríkisútvarpið í Ungverjalandi upptökur þar sem forsætisráðherrann játaði að hafa logið um efnahagsástandið í landinu. Á upptökunni ræðir Gyurcsany við flokksbróður sinn og segir: ,,Við höfum logið síðastliðið eitt og hálft ár. Við lugum á morgnana, við lugum á daginn og á nóttunni.'' Þá heyrist hann einnig segja að ríkisstjórnin hafi klúrað efnahagsmálunum. ,,Ekki lítið, heldur mjög mikið," segir Gyurcsany og heldur áfram og segir að ekkert annað Evrópuríki hafi gert eins heimskulega hluti. Að minnsta kosti hundrað og fimmtíu almennir borgarar slösuðust í átökunum í nótt og um eitt hundrað lögreglumenn. Lögreglan beitti táragasi og vatni til að reyna að ná tökum á ástandinu en fólkið kastaði flöskum og steinum í átt að henni. Gyurcsany sagði í morgun nóttina eina þá dekkstu í sögu landsins frá falli kommúnismans. Hann sagðist hafa íhugað það í þrjár mínútur á sunnudaginn að segja af sér vegna ummælanna en ekki talið sig hafa ástæðu til þess. Dómsmálaráðherra landsins bauðst til að segja af í ljósi óeirðanna í nótt þar sem öryggismál í landinu heyra undir hann. Gyurcsany neitaði hins vegar að taka við uppsagnarbréfinu. Gyurcsany sagði lögregluna taka mótmælendur föstum tökum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná tökum á ástandinu. Erlent Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum. Mikil átök brutust út víða í Ungverjalandi í nótt þegar þúsundir manna kröfðust þess að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, segði af sér eftir að hann varð uppvís um lygar. Átökin voru mest í höfuðborginn Búdapest þar sem mótmælendur ruddust inn í höfuðstöðvar Ríkissjónvarpsins eftir að hafa kveikt í fjölda bíla þar fyrir utan. Á sunnudaginn spilaði Ríkisútvarpið í Ungverjalandi upptökur þar sem forsætisráðherrann játaði að hafa logið um efnahagsástandið í landinu. Á upptökunni ræðir Gyurcsany við flokksbróður sinn og segir: ,,Við höfum logið síðastliðið eitt og hálft ár. Við lugum á morgnana, við lugum á daginn og á nóttunni.'' Þá heyrist hann einnig segja að ríkisstjórnin hafi klúrað efnahagsmálunum. ,,Ekki lítið, heldur mjög mikið," segir Gyurcsany og heldur áfram og segir að ekkert annað Evrópuríki hafi gert eins heimskulega hluti. Að minnsta kosti hundrað og fimmtíu almennir borgarar slösuðust í átökunum í nótt og um eitt hundrað lögreglumenn. Lögreglan beitti táragasi og vatni til að reyna að ná tökum á ástandinu en fólkið kastaði flöskum og steinum í átt að henni. Gyurcsany sagði í morgun nóttina eina þá dekkstu í sögu landsins frá falli kommúnismans. Hann sagðist hafa íhugað það í þrjár mínútur á sunnudaginn að segja af sér vegna ummælanna en ekki talið sig hafa ástæðu til þess. Dómsmálaráðherra landsins bauðst til að segja af í ljósi óeirðanna í nótt þar sem öryggismál í landinu heyra undir hann. Gyurcsany neitaði hins vegar að taka við uppsagnarbréfinu. Gyurcsany sagði lögregluna taka mótmælendur föstum tökum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná tökum á ástandinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira