35 ára loforð endurtekið hjá S.þ. 27. september 2006 19:08 Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira