Ekki fengu allir Nyhedsavisen 6. október 2006 20:45 Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Ekki var hægt að prenta 250.000 eintök af blaðinu vegna bilunar í prentvél í Kaupmannahöfn. Auk þessa klikkaði dreifingin sums staðar. Henrik Berggreen, lektor í danska blaðamannaháskólanum, segist almennt séð hafa orðið fyrir vonbriðgum. Hann fékk blaðið ekki borið út til sín í morgun. Hann varð sér þó úti um Nyhedsavisen og bar fyrsta eintakið saman við hin fríblöðin. Hann telur útlit blaðsins gott, það ágætlega skrifað, burtséð frá nokkrum prentvillum, og segir að blaðamenn eigi ágætis spretti í efnistökum, en sér finnst þetta ekki byltingarkennt dagblað. Sem dæmi séu þrjár ómerkilegar fréttir á forsíðunni, að hans mati. Ef hann hefði ekki verið að gera samanburð á þessum blöðum hefði hann flett yfir forsíðuna. Tvö stærstu útgáfufélög Danmerkur náðu að verða á undan Nyhedsavisen með fríblöðin Dato og 24 tímar. Fred Jacobsen, varaformaður danska blaðamannafélagsins, spyr hversu mikla orku og fjármuni sé búið að setja í þetta dagblaðastríð. Seinna gæti dagblaðabransinn haft þörf fyrir þessa peninga og þá gæti fjárskorturinn bitnað bæði á gæðum blaðanna og félagsmönnum blaðamannafélagsins. Ritstjóri danska fréttablaðsins sagði í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í morgun að Nyhedsavisen ætti að bera saman við áskrifarblöðin en ekki hin fríblöðin, hvað gæði og efnistök varðar. Henrik segir gott að hafa metnað til þess að ná sömu gæðum og áskriftarblöðin, en sér finnst blaðið ekki eiga það skilið í dag að vera borið saman við þau blöð. Ef hann skoði Nyhedsavisen annars vegar og 24 tíma hins vegar, þá sjái hann að Nyhedsavisen líti betur út og virki meira traustvekjandi. En í raun og veru finnst honum að í dag sé meira að lesa í 24 tímum. Erlent Fréttir Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira
Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Ekki var hægt að prenta 250.000 eintök af blaðinu vegna bilunar í prentvél í Kaupmannahöfn. Auk þessa klikkaði dreifingin sums staðar. Henrik Berggreen, lektor í danska blaðamannaháskólanum, segist almennt séð hafa orðið fyrir vonbriðgum. Hann fékk blaðið ekki borið út til sín í morgun. Hann varð sér þó úti um Nyhedsavisen og bar fyrsta eintakið saman við hin fríblöðin. Hann telur útlit blaðsins gott, það ágætlega skrifað, burtséð frá nokkrum prentvillum, og segir að blaðamenn eigi ágætis spretti í efnistökum, en sér finnst þetta ekki byltingarkennt dagblað. Sem dæmi séu þrjár ómerkilegar fréttir á forsíðunni, að hans mati. Ef hann hefði ekki verið að gera samanburð á þessum blöðum hefði hann flett yfir forsíðuna. Tvö stærstu útgáfufélög Danmerkur náðu að verða á undan Nyhedsavisen með fríblöðin Dato og 24 tímar. Fred Jacobsen, varaformaður danska blaðamannafélagsins, spyr hversu mikla orku og fjármuni sé búið að setja í þetta dagblaðastríð. Seinna gæti dagblaðabransinn haft þörf fyrir þessa peninga og þá gæti fjárskorturinn bitnað bæði á gæðum blaðanna og félagsmönnum blaðamannafélagsins. Ritstjóri danska fréttablaðsins sagði í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í morgun að Nyhedsavisen ætti að bera saman við áskrifarblöðin en ekki hin fríblöðin, hvað gæði og efnistök varðar. Henrik segir gott að hafa metnað til þess að ná sömu gæðum og áskriftarblöðin, en sér finnst blaðið ekki eiga það skilið í dag að vera borið saman við þau blöð. Ef hann skoði Nyhedsavisen annars vegar og 24 tíma hins vegar, þá sjái hann að Nyhedsavisen líti betur út og virki meira traustvekjandi. En í raun og veru finnst honum að í dag sé meira að lesa í 24 tímum.
Erlent Fréttir Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira