Iceland Express eykur umsvif sín 19. október 2006 12:30 Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður. Félagið flýgur nú þegar til átta áætlunarstaða á meginlandinu, en þeir verða 15 næsta sumar. Það eru álíka margir staðir og Icelandair flýgur til í Evrópu. Síðan verður skiptistöð í Keflavík fyrir Bandaríkjaflugið og verður byrjað að fljúga fimm sinnum í viku til Boston en ekki er ákveðið hversu margar ferðir verða til New York. Að sögn Pálma Haraldssonar, annars eiganda Fons, sem á Iceland Express verður þetta eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni síðan Loftleiðir voru og hétu. Hvorki Rayanair eða Easy jet fljúga til dæmis til Bandaríkjanna. Pálmi segir að grundvöllurinn fyrir þessu sé sá að Fons eigi stóra hluti í sölufyrirtækjum farseðla, eða ferðaskrifstofum, eins og til dæmis Ticket og verði ferðanet Iceland Express selt í gegnum þau. Samtals selji þau fullfermi í tíu þúsund þotur á ári, vítt og breitt um heiminn. Sölukerfið sé því nú þegar fyrir hendi en það sé forsenda þessa. Væntanlega verður flogið á Boeing 737-800 flugvélum, en félagið hefur til þessa boðið flugreksturinn út til flugrekenda. Nú þarf það hinsvegar að afla sér flugrekstarleyfis vegna flugsins til Bandaríkjanna. Auk þessa ætlar Iceland Express að hefja áætlunarflug hér innanlands frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða næsta vor og og bjóða að minnsta kosti 30% lægra verð en Flugfélag Íslands býður nú. Líklegt er að SAAB skrúfuþotur verði notaðar til þess flugs. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður. Félagið flýgur nú þegar til átta áætlunarstaða á meginlandinu, en þeir verða 15 næsta sumar. Það eru álíka margir staðir og Icelandair flýgur til í Evrópu. Síðan verður skiptistöð í Keflavík fyrir Bandaríkjaflugið og verður byrjað að fljúga fimm sinnum í viku til Boston en ekki er ákveðið hversu margar ferðir verða til New York. Að sögn Pálma Haraldssonar, annars eiganda Fons, sem á Iceland Express verður þetta eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni síðan Loftleiðir voru og hétu. Hvorki Rayanair eða Easy jet fljúga til dæmis til Bandaríkjanna. Pálmi segir að grundvöllurinn fyrir þessu sé sá að Fons eigi stóra hluti í sölufyrirtækjum farseðla, eða ferðaskrifstofum, eins og til dæmis Ticket og verði ferðanet Iceland Express selt í gegnum þau. Samtals selji þau fullfermi í tíu þúsund þotur á ári, vítt og breitt um heiminn. Sölukerfið sé því nú þegar fyrir hendi en það sé forsenda þessa. Væntanlega verður flogið á Boeing 737-800 flugvélum, en félagið hefur til þessa boðið flugreksturinn út til flugrekenda. Nú þarf það hinsvegar að afla sér flugrekstarleyfis vegna flugsins til Bandaríkjanna. Auk þessa ætlar Iceland Express að hefja áætlunarflug hér innanlands frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða næsta vor og og bjóða að minnsta kosti 30% lægra verð en Flugfélag Íslands býður nú. Líklegt er að SAAB skrúfuþotur verði notaðar til þess flugs.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira