Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika 10. nóvember 2006 16:17 Vatnajökulsþjóðgarður verður einn sá stærsti í Evrópu og gæti laðað að sér 42.000 ferðamenn aukalega. MYND/Vilhelm Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Vatnajökulsþjóðgarður mun þekja um 15.000 km² sem samsvarar um15% af yfirborði Íslands og nær til lands sem varðar stjórnsýslu átta sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu mun þjóðgarðurinn í fyrstu ná til alls jökulsins og helstu áhrifasvæða hans, þ.m.t. Jökulsá á Fjöllum. Nákvæm mörk þjóðgarðsins munu þó ráðast endanlega af samningum við landeigendur og handhafa nytjaréttar. Fyrir liggur að töluverður hluti af því landssvæði sem áhugavert er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna náttúrufars og tengingar við Vatnajökul eru í einkaeign og verða ekki hluti þjóðgarðsins nema til komi samkomulag við landeigendur. Fram hafa farið viðræður við landeigendur þess lands sem áhugavert er talið að verði hluti þjóðgarðsins og verður þeim viðræðum haldið áfram með það fyrir augum að ljúka samningum jafnskjótt og lög um Vatnajökulsþjóðgarð verða að veruleika. Þess er vænst að hægt verði að stofna Vatnajökulsþjóðgarð seint á árinu 2007 eða snemma árs 2008. Lagt er til í frumvarpinu að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs taki mið af alþjóðlegum viðmiðum um þjóðgarða og friðlýst svæði og að verndarstig einstakra svæða þjóðgarðsins miðist við að hefðbundnar nytjar, svo sem beit og veiðar á fuglum, dýrum og vatnafiskum geti farið fram með viðlíka hætti innan þjóðgarðsins og verið hefur. Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur hefur lagt mat á áhrif þjóðgarðsins og þeirra tillagna sem fyrir liggja um uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann telur að þjóðgarðurinn geti fjölgað ferðamönnum til Íslands um 5-7% árið 2012, umfram það sem annars hefði verið, eða um 30-42 þúsund manns og gistinóttum þeirra um 300-400 þúsund. Miðað við það er áætlað að þjóðgarðurinn muni skila 3-4 milljörðum króna í viðbótar gjaldeyristekjur árið 2012 (á núvirði), 70% af því vegna útgjalda ferðamanna innanlands en 30% vegna fargjalda. Árið 2020 telur Rögnvaldur að Vatnajökulsþjóðgarður muni geta skilað a.m.k. 11 milljörðum í auknum gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum. Líkur eru taldar á að tilkoma Vatnajökulsþjóðgarðs muni auka atvinnu- og þjónustutekjur á nærsvæðum þjóðgarðsins um 1,5 milljarða króna á núvirði á árinu 2012. Fyrir liggur að töluverður hluti af því landssvæði sem áhugavert er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna náttúrufars og tengingar við Vatnajökul eru í einkaeign og verða ekki hluti þjóðgarðsins nema til komi samkomulag við landeigendur. Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. Vatnajökulsþjóðgarður mun þekja um 15.000 km² sem samsvarar um15% af yfirborði Íslands og nær til lands sem varðar stjórnsýslu átta sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu mun þjóðgarðurinn í fyrstu ná til alls jökulsins og helstu áhrifasvæða hans, þ.m.t. Jökulsá á Fjöllum. Nákvæm mörk þjóðgarðsins munu þó ráðast endanlega af samningum við landeigendur og handhafa nytjaréttar. Fyrir liggur að töluverður hluti af því landssvæði sem áhugavert er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna náttúrufars og tengingar við Vatnajökul eru í einkaeign og verða ekki hluti þjóðgarðsins nema til komi samkomulag við landeigendur. Fram hafa farið viðræður við landeigendur þess lands sem áhugavert er talið að verði hluti þjóðgarðsins og verður þeim viðræðum haldið áfram með það fyrir augum að ljúka samningum jafnskjótt og lög um Vatnajökulsþjóðgarð verða að veruleika. Þess er vænst að hægt verði að stofna Vatnajökulsþjóðgarð seint á árinu 2007 eða snemma árs 2008. Lagt er til í frumvarpinu að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs taki mið af alþjóðlegum viðmiðum um þjóðgarða og friðlýst svæði og að verndarstig einstakra svæða þjóðgarðsins miðist við að hefðbundnar nytjar, svo sem beit og veiðar á fuglum, dýrum og vatnafiskum geti farið fram með viðlíka hætti innan þjóðgarðsins og verið hefur. Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur hefur lagt mat á áhrif þjóðgarðsins og þeirra tillagna sem fyrir liggja um uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann telur að þjóðgarðurinn geti fjölgað ferðamönnum til Íslands um 5-7% árið 2012, umfram það sem annars hefði verið, eða um 30-42 þúsund manns og gistinóttum þeirra um 300-400 þúsund. Miðað við það er áætlað að þjóðgarðurinn muni skila 3-4 milljörðum króna í viðbótar gjaldeyristekjur árið 2012 (á núvirði), 70% af því vegna útgjalda ferðamanna innanlands en 30% vegna fargjalda. Árið 2020 telur Rögnvaldur að Vatnajökulsþjóðgarður muni geta skilað a.m.k. 11 milljörðum í auknum gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum. Líkur eru taldar á að tilkoma Vatnajökulsþjóðgarðs muni auka atvinnu- og þjónustutekjur á nærsvæðum þjóðgarðsins um 1,5 milljarða króna á núvirði á árinu 2012. Fyrir liggur að töluverður hluti af því landssvæði sem áhugavert er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs vegna náttúrufars og tengingar við Vatnajökul eru í einkaeign og verða ekki hluti þjóðgarðsins nema til komi samkomulag við landeigendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira