Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember 2006 17:25 Njörður P. Njarðvík, rithöfundur. MYND/Stefán Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira