Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum 20. nóvember 2006 19:18 Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Málarekstur sem beinist að olíufélögunum þremur vegna ólögmæts samráðs er þríþættur. Samráðsmálið sjálft er enn í dómskerfinu en þar reyna félögin að hnekkja sektagreiðslum uppá hálfan annan milljarð. Lögreglumál gegn stjórnendum félaganna þriggja er enn hjá saksóknara en ekki er ólíklegt að ákærur verði birtar í byrjun desember. Þriðju málin snúa svo að skaðabótum sem þolendur sámráðsins krefja olíufélögin um. Það fyrsta stóra er nú á leið í málflutning á miðvikudag en þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna vegna skaða sem Strætó varð fyrir í olíuútboði 1996 - eða fyrir 10 árum. Málið er sérstakt að því leyti að það tengist eina manninum í stjórnendateymi olíufélaganna sem hefur orðið að gjalda fyrir hið meinta ólögmæta samráð - það er borgarstjóranum fyrrverandi, Þórólfi Árnasyni. Hann var markaðsstjóri Essó á þessu samráðsárum og þegar málið kom upp á yfirborðið var honum ekki sætt lengur í borgarstjórastól. Enda ljóst að borgin myndi höfða mál. Mál borgarinnar gegn Olís, Essó (eða Keri) og Skeljungi er skoðað sem hálfgert fordæmismál. Ríkið er með annað skaðabótamál í biðstöðu. Snýr það að skaða sem hið ólögmæta samráð olli andhelgisgæslunni, Vegagerðinni og lögreglunni. Ælta má að kröfugerð þar kunni að hljóða uppá á annað hundruð milljónir króna. Alcan í Straumsvík hefur enn ekki útilokað dómsmál, einstaka útgerðir og fyrirtæki skoða sína stöðu ásamt öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Einstaklingar eiga erfitt um vik að höfða dómsmál, en þó er eitt slíkt rekið undir handleiðslu Neytendasamtakana. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Málarekstur sem beinist að olíufélögunum þremur vegna ólögmæts samráðs er þríþættur. Samráðsmálið sjálft er enn í dómskerfinu en þar reyna félögin að hnekkja sektagreiðslum uppá hálfan annan milljarð. Lögreglumál gegn stjórnendum félaganna þriggja er enn hjá saksóknara en ekki er ólíklegt að ákærur verði birtar í byrjun desember. Þriðju málin snúa svo að skaðabótum sem þolendur sámráðsins krefja olíufélögin um. Það fyrsta stóra er nú á leið í málflutning á miðvikudag en þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna vegna skaða sem Strætó varð fyrir í olíuútboði 1996 - eða fyrir 10 árum. Málið er sérstakt að því leyti að það tengist eina manninum í stjórnendateymi olíufélaganna sem hefur orðið að gjalda fyrir hið meinta ólögmæta samráð - það er borgarstjóranum fyrrverandi, Þórólfi Árnasyni. Hann var markaðsstjóri Essó á þessu samráðsárum og þegar málið kom upp á yfirborðið var honum ekki sætt lengur í borgarstjórastól. Enda ljóst að borgin myndi höfða mál. Mál borgarinnar gegn Olís, Essó (eða Keri) og Skeljungi er skoðað sem hálfgert fordæmismál. Ríkið er með annað skaðabótamál í biðstöðu. Snýr það að skaða sem hið ólögmæta samráð olli andhelgisgæslunni, Vegagerðinni og lögreglunni. Ælta má að kröfugerð þar kunni að hljóða uppá á annað hundruð milljónir króna. Alcan í Straumsvík hefur enn ekki útilokað dómsmál, einstaka útgerðir og fyrirtæki skoða sína stöðu ásamt öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Einstaklingar eiga erfitt um vik að höfða dómsmál, en þó er eitt slíkt rekið undir handleiðslu Neytendasamtakana.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira