Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum 21. nóvember 2006 17:23 MYND/Reuters Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg. Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg.
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira