700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum 23. nóvember 2006 11:19 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. Hann var jafnframt ákærður fyrir að hafa fjarlægt sjö hrossanna úr hesthúsi og síðan ítrekað neitað að greina héraðsdýralækni og lögreglu frá því hvar þau voru niðurkomin eftir að héraðsdýralæknir og yfirdýralæknir ákváðu að aflífa þau. Fram kemur í dómnum að allt frá því í febrúar 2004 fram til febrúar 2006 hafi ítrekað verið gerðar athugasemdir við aðbúnað hrossa hjá ákærða og taldi dómurinn sannað að ástand hrossanna ellefu hefði verið svo slæmt að að það varðaði við dýraverndunarlög. Hins vegar var maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa fjarlægt sjö hrossanna þar sem verknaðarlýsing var ekki réttilega færð til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hefði ekki komist í kast við lögin áður en á móti kom að vanhöld á fóðrun, beit og aðbúnaði hefðu verið viðvarandi í þó nokkuð langan tíma áður en gripið var til þess að farga gripum. Þótti 700 þúsund króna sekt hæfileg refsing eða 34 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Jafnframt var farið fram á það að maðurinn yrði sviptur heimild til að eiga og halda búfénað ævilangt en á það var ekki fallist. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. Hann var jafnframt ákærður fyrir að hafa fjarlægt sjö hrossanna úr hesthúsi og síðan ítrekað neitað að greina héraðsdýralækni og lögreglu frá því hvar þau voru niðurkomin eftir að héraðsdýralæknir og yfirdýralæknir ákváðu að aflífa þau. Fram kemur í dómnum að allt frá því í febrúar 2004 fram til febrúar 2006 hafi ítrekað verið gerðar athugasemdir við aðbúnað hrossa hjá ákærða og taldi dómurinn sannað að ástand hrossanna ellefu hefði verið svo slæmt að að það varðaði við dýraverndunarlög. Hins vegar var maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa fjarlægt sjö hrossanna þar sem verknaðarlýsing var ekki réttilega færð til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hefði ekki komist í kast við lögin áður en á móti kom að vanhöld á fóðrun, beit og aðbúnaði hefðu verið viðvarandi í þó nokkuð langan tíma áður en gripið var til þess að farga gripum. Þótti 700 þúsund króna sekt hæfileg refsing eða 34 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Jafnframt var farið fram á það að maðurinn yrði sviptur heimild til að eiga og halda búfénað ævilangt en á það var ekki fallist.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira