Félagsmálanefnd fjallar um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði 23. nóvember 2006 14:41 MYND/GVA Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira