Mið tekið af auknum flutningum 24. nóvember 2006 19:17 Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari fimm hundruð olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Í nýrir bók spáir Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur, því að Ísland verði í þjóðleið sjóflutninga milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar flutningaleiðir opnist um leið og ís minnki í Norður-Íshafi. Spáir hann því að olíuflutningaskip sem fari framhjá landinu verði orðin 500 á ári eftir aðeins sjö til átta ár. Það auki hættuna á alvarlegum umhverfisslysum við strendur landsins. Fjárfesta þurfi í öflugum varðskipum ef stór flutningaskip lendi í vanda á leið sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að tekið hafi verið mið af þessu í allri áætlunargerð fyrir Landhelgisgæsluna. Endurbætur hafi verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý og miðað við að þau geti tekist á við stærri og þyngri skip með togvindum sínum. Auk þess sé nýtt varðskip á teikniborðinu og verið að semja við skipasmíðastöð um smíði þess. Þar sé þess einnig gætt að skipið hafi dráttargetu til að sinna stærri skipum. Auk alls þessa sé hugað að mengunarmálum. Dómsmálaráðherra bendir á að ráðuneyti hans hafi efnt til ráðstefnu með fulltrúum beggja vegna Atlanthafsins þar sem sérfræðingar hafi verið fengnir til að ræða þróun mála í sjóflutningum á hafsvæðum nærri landinu. Það sé mat allra sem þar hafi setið að eitt ríki ráði ekki við þær hamfarir sem verði ef eitthvað komi fyrir skip af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði. Því þurfi átak ríkja til að bregðast við slíku. Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari fimm hundruð olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Í nýrir bók spáir Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur, því að Ísland verði í þjóðleið sjóflutninga milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar flutningaleiðir opnist um leið og ís minnki í Norður-Íshafi. Spáir hann því að olíuflutningaskip sem fari framhjá landinu verði orðin 500 á ári eftir aðeins sjö til átta ár. Það auki hættuna á alvarlegum umhverfisslysum við strendur landsins. Fjárfesta þurfi í öflugum varðskipum ef stór flutningaskip lendi í vanda á leið sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að tekið hafi verið mið af þessu í allri áætlunargerð fyrir Landhelgisgæsluna. Endurbætur hafi verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý og miðað við að þau geti tekist á við stærri og þyngri skip með togvindum sínum. Auk þess sé nýtt varðskip á teikniborðinu og verið að semja við skipasmíðastöð um smíði þess. Þar sé þess einnig gætt að skipið hafi dráttargetu til að sinna stærri skipum. Auk alls þessa sé hugað að mengunarmálum. Dómsmálaráðherra bendir á að ráðuneyti hans hafi efnt til ráðstefnu með fulltrúum beggja vegna Atlanthafsins þar sem sérfræðingar hafi verið fengnir til að ræða þróun mála í sjóflutningum á hafsvæðum nærri landinu. Það sé mat allra sem þar hafi setið að eitt ríki ráði ekki við þær hamfarir sem verði ef eitthvað komi fyrir skip af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði. Því þurfi átak ríkja til að bregðast við slíku.
Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira