Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi 8. desember 2006 15:05 Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni. Dómsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni.
Dómsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira