Á stærstu tónlistarráðstefnu heims 14. desember 2006 17:30 Lay Low Lay Low spilar í Cannes í Frakklandi á Midem 2007 sem er stærsta tónlistarráðstefnu heims. Var henni boðið að spila á um 1.000 manna tónleikum fyrir fagfólk úr tónlistargeiranum. Hvergi annars staðar í heiminum geta flytjendur fengið jafn gott tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri en á Midem þar sem verða um 9700 fagaðilar úr tónlistarheiminum frá 93 löndum. Mörghundruð umsóknir bárust til Midem um að fá að koma fram á þessum tónleikum, en einungis 8 flytjendur víðsvegar úr heiminum urðu fyrir valinu og þar á meðal nýjasta stórstjarna okkar Íslendinga, Lay Low. Tónleikarnir sem hún leikur á verða í glæsilegum 1.000 manna sal á glæsihótelinu í Cannes, Hotel Martinez, en tónleikarnir bera nafnið "Midem Buzz Bands". Íslenska hljómsveitin Reykjavík! mun einnig spila á Midem í um 300 manna sal á Hotel Martinez. Lay Low áhlotnaðist nú á dögunum sá heiður að vera tilnefnd til fernra verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2006. Lay Low er tilnefnd sem besta söngkonan auk þess sem að platan hennar "Please Don't Hate Me" er tilnefnd sem besta platan í flokki rokk og jaðartónlistar. Þá er lagið "Please Don't Hate Me" tilnefnt sem lag ársins og plötuumslagið er tilnefnt sem plötuumslag ársins. Lay Low er einn af þeim flytjendum sem komu inní svokallaða tónlistarakademíu Cod Music í upphafi árs, en þá fengu 15 efnilegir flytjendur tækifæri að sanna sig í hljóðveri og á tónleikum sem haldnir voru á vegum Cod Music. Lay Low var fljót að sanna sig á tónleikum sem hún hélt og greip hún áhorfendur sína heljartökum með gríðarlega miklum sviðssjarma og einlægni sinni. . Flytjendasíða Cod Music: MySpace svæði Lay Low: Lífið Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lay Low spilar í Cannes í Frakklandi á Midem 2007 sem er stærsta tónlistarráðstefnu heims. Var henni boðið að spila á um 1.000 manna tónleikum fyrir fagfólk úr tónlistargeiranum. Hvergi annars staðar í heiminum geta flytjendur fengið jafn gott tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri en á Midem þar sem verða um 9700 fagaðilar úr tónlistarheiminum frá 93 löndum. Mörghundruð umsóknir bárust til Midem um að fá að koma fram á þessum tónleikum, en einungis 8 flytjendur víðsvegar úr heiminum urðu fyrir valinu og þar á meðal nýjasta stórstjarna okkar Íslendinga, Lay Low. Tónleikarnir sem hún leikur á verða í glæsilegum 1.000 manna sal á glæsihótelinu í Cannes, Hotel Martinez, en tónleikarnir bera nafnið "Midem Buzz Bands". Íslenska hljómsveitin Reykjavík! mun einnig spila á Midem í um 300 manna sal á Hotel Martinez. Lay Low áhlotnaðist nú á dögunum sá heiður að vera tilnefnd til fernra verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2006. Lay Low er tilnefnd sem besta söngkonan auk þess sem að platan hennar "Please Don't Hate Me" er tilnefnd sem besta platan í flokki rokk og jaðartónlistar. Þá er lagið "Please Don't Hate Me" tilnefnt sem lag ársins og plötuumslagið er tilnefnt sem plötuumslag ársins. Lay Low er einn af þeim flytjendum sem komu inní svokallaða tónlistarakademíu Cod Music í upphafi árs, en þá fengu 15 efnilegir flytjendur tækifæri að sanna sig í hljóðveri og á tónleikum sem haldnir voru á vegum Cod Music. Lay Low var fljót að sanna sig á tónleikum sem hún hélt og greip hún áhorfendur sína heljartökum með gríðarlega miklum sviðssjarma og einlægni sinni. . Flytjendasíða Cod Music: MySpace svæði Lay Low:
Lífið Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp