Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn 18. desember 2006 18:45 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram. Baugsmálið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram.
Baugsmálið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira