ROMM TOMM TOMM 20. desember 2006 10:22 Latínsveit Tómasar R, spilar á Café Rósenberg annaðkvöld. Sjö manna latínsveit Tómasar R. Einarssonar heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu fimmtudagskvöldið 21. desember og hefjast þeir kl. 22. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel J. Samúelsson básúnu, Ómar Guðjónsson gítar, Matthías M.D.Hemstock trommur og Sigtryggur Baldursson kóngatrommur. Tómas og félagar munu leika lög af geisladisknum ROMM TOMM TOMM sem kom út í haust og hefur fengið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum jafnt sem almenningi. Þeir félagar hafa verið iðnir við að kynna tónlistina hérlendis og einnig erlendis, á tónleikum í Moskvu og Havana. Kúbönsk blöð hafa skrifað um tónlist Tómasar í kjölfar tónleika hans þar í nóvember s.l. og í nýlegum dómi í Opciones skrifar gagnrýnandinn Ricardo Alonso Venereo m.a.: ,,Geisladiskurinn inniheldur m.a. guajira-lög, bóleróa og lög þar sem músíkantarnir láta gamminn geisa að hætti djassmanna, en öll er tónlistin túlkuð af miklum krafti og fádæma leikni." Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir og er aðgangseyrir er 1000 krónur. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sjö manna latínsveit Tómasar R. Einarssonar heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu fimmtudagskvöldið 21. desember og hefjast þeir kl. 22. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel J. Samúelsson básúnu, Ómar Guðjónsson gítar, Matthías M.D.Hemstock trommur og Sigtryggur Baldursson kóngatrommur. Tómas og félagar munu leika lög af geisladisknum ROMM TOMM TOMM sem kom út í haust og hefur fengið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum jafnt sem almenningi. Þeir félagar hafa verið iðnir við að kynna tónlistina hérlendis og einnig erlendis, á tónleikum í Moskvu og Havana. Kúbönsk blöð hafa skrifað um tónlist Tómasar í kjölfar tónleika hans þar í nóvember s.l. og í nýlegum dómi í Opciones skrifar gagnrýnandinn Ricardo Alonso Venereo m.a.: ,,Geisladiskurinn inniheldur m.a. guajira-lög, bóleróa og lög þar sem músíkantarnir láta gamminn geisa að hætti djassmanna, en öll er tónlistin túlkuð af miklum krafti og fádæma leikni." Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir og er aðgangseyrir er 1000 krónur.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira