Hatturinn passar ennþá 3. janúar 2007 10:00 Fornleifafræðingurinn ævintýragjarni snýr aftur á næsta ári í fjórðu Indiana Jones-myndinni. MYND/Getty Fjórða myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, er væntanleg í kvikmyndahús í maí á næsta ári. Nítján ár eru liðin síðan Harrison Ford lék Indy síðast í þriðju myndinni í seríunni, The Last Crusade. Steven Spielberg mun leikstýra nýju myndinni og framleiðandi verður George Lucas. Stefnt er að því að hefja upptökur í júní víðs vegar um heiminn. „George, Harr-ison og ég erum allir mjög spenntir,“ sagði Spielberg. „Okkur finnst handritið vera biðarinnar virði. Við vonum að það eigi ekki eftir að valda aðdáendum Indiana Jones vonbrigðum.“ Þrátt fyrir að vera að undirbúa mynd um ævi Abraham Lincoln með Liam Neeson í aðalhlutverki ákvað Spielberg að einbeita sér fyrst að gerð Indiana Jones 4. Fyrsta myndin í seríunni, Raiders of the Lost Ark, kom út árið 1981. Þremur árum síðar kom framhaldsmyndin, Indiana Jones and the Temple of Doom, og árið 1989 kom síðan út The Last Crusade. Alls hlutu myndirnar fjórtán óskarstilnefningar, sjö óskara og tóku inn rúma 70 milljarða króna í miðasölunni úti um allan heim. Margir hafa beðið spenntir eftir fjórðu myndinni. Helst hafa menn óttast að Harrison Ford sé of gamall í hlutverkið, en hann er orðinn 64 ára. „Ég er hæstánægður með að vera kominn aftur í lið með mínum gömlu vinum,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. „Ég veit ekki hvort buxurnar passa enn þá en ég veit að hatturinn gerir það. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fjórða myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, er væntanleg í kvikmyndahús í maí á næsta ári. Nítján ár eru liðin síðan Harrison Ford lék Indy síðast í þriðju myndinni í seríunni, The Last Crusade. Steven Spielberg mun leikstýra nýju myndinni og framleiðandi verður George Lucas. Stefnt er að því að hefja upptökur í júní víðs vegar um heiminn. „George, Harr-ison og ég erum allir mjög spenntir,“ sagði Spielberg. „Okkur finnst handritið vera biðarinnar virði. Við vonum að það eigi ekki eftir að valda aðdáendum Indiana Jones vonbrigðum.“ Þrátt fyrir að vera að undirbúa mynd um ævi Abraham Lincoln með Liam Neeson í aðalhlutverki ákvað Spielberg að einbeita sér fyrst að gerð Indiana Jones 4. Fyrsta myndin í seríunni, Raiders of the Lost Ark, kom út árið 1981. Þremur árum síðar kom framhaldsmyndin, Indiana Jones and the Temple of Doom, og árið 1989 kom síðan út The Last Crusade. Alls hlutu myndirnar fjórtán óskarstilnefningar, sjö óskara og tóku inn rúma 70 milljarða króna í miðasölunni úti um allan heim. Margir hafa beðið spenntir eftir fjórðu myndinni. Helst hafa menn óttast að Harrison Ford sé of gamall í hlutverkið, en hann er orðinn 64 ára. „Ég er hæstánægður með að vera kominn aftur í lið með mínum gömlu vinum,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. „Ég veit ekki hvort buxurnar passa enn þá en ég veit að hatturinn gerir það.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira