Unnur Birna leikur í bíómynd 11. janúar 2007 16:00 Unnur Birna leikur í sinni fyrstu kvikmynd í apríl þegar tökur á Stóra Planinu hefjast. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. Ólafur sjálfur vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði samningaviðræður við alla leikara á viðkvæmu stigi. „Ég lofa því að það verður gæðakostur í hverju horni,“ lýsti Ólafur yfir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir Sigurjón Kjartansson, Benendikt Erlingsson og Jón Gnarr einngi verið ráðnir í hlutverk auk þess sem einn af framleiðendum myndarinnar, Baltasar Kormákur, leikur í myndinni en Ólafur sagðist ekki vilja tjá sig um ráðningarferlið. „Þetta á allt eftir að skýrast á næstu dögum og vikum,“ útskýrir leikstjórinn. Stóra planið er byggð á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans, en hún segir frá sambandi ungs hugsjónarmanns og einmanna kennara en í aðalhlutverkum eru þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. Ólafur sjálfur vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði samningaviðræður við alla leikara á viðkvæmu stigi. „Ég lofa því að það verður gæðakostur í hverju horni,“ lýsti Ólafur yfir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þeir Sigurjón Kjartansson, Benendikt Erlingsson og Jón Gnarr einngi verið ráðnir í hlutverk auk þess sem einn af framleiðendum myndarinnar, Baltasar Kormákur, leikur í myndinni en Ólafur sagðist ekki vilja tjá sig um ráðningarferlið. „Þetta á allt eftir að skýrast á næstu dögum og vikum,“ útskýrir leikstjórinn. Stóra planið er byggð á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans, en hún segir frá sambandi ungs hugsjónarmanns og einmanna kennara en í aðalhlutverkum eru þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira