Jackson gerir ekki Hobbit 12. janúar 2007 10:00 Peter Jackson þykir miður að mál hans og New Line Cinema sé orðið persónulegt. Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. „Jackson gerir ekki Hobbitann, ekki á meðan ég ræð ríkjum," sagði Bob Shaye, forstjóri New Line Cinema, í samtali við kvikmyndaþáttinn Sci-Fi. Shaye vandaði nýsjálenska leikstjóranum ekki kveðjurnar í sjónvarpsþættinum og sakaði leikstjórann um græðgi og yfirgang. „Hann fékk mörg hundruð milljarða í greiðslur frá okkur og með réttu," sagði Shaye. „En svo snýr hann bara baki við okkur og vill ekki ræða málin heldur fer bara í mál og neitar að hefja samningaviðræður án þess að fyrirtækið láti undan kröfum hans," bætti Shaye við og sagðist aldrei ætla að vinna með Jackson á ný. „Af hverju ætti ég að vilja það? Hann gerir aldrei kvikmynd hjá New Line Cinema aftur, ekki svo lengi sem ég er hér," lýsti Bob Shaye yfir. Jackson er í málaferlum út af greiðslum vegna Hringadróttinssögu við New Line Cinema en hann hafði lýst yfir miklum áhuga á að gera kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. New Line Cinema á kvikmyndaréttinn en hún segir frá því hvernig Bilbo Baggins komst yfir hringinn og varðveitti hann í nokkur ár. Lengi vel leit út fyrir að þessi draumur Jacksons yrði ekki að veruleika þar sem New Line Cinema hafði lýst því yfir að Jackson kæmi ekki nálægt verkefninu vegna málaferlanna. Aðdáendur leikstjórans tóku sig í kjölfarið saman og mótmæltu þessari ákvörðun harðlega á vefsíðum sem lauk með því að Jackson og New Line Cinema sömdu vopnahlé en það hefur nú augljóslega verið rofið. Peter Jackson brást strax við ummælunum og sagði í samtali við kvikmyndatímaritið Variety að honum þætti miður að málið væri orðið persónulegt. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. „Jackson gerir ekki Hobbitann, ekki á meðan ég ræð ríkjum," sagði Bob Shaye, forstjóri New Line Cinema, í samtali við kvikmyndaþáttinn Sci-Fi. Shaye vandaði nýsjálenska leikstjóranum ekki kveðjurnar í sjónvarpsþættinum og sakaði leikstjórann um græðgi og yfirgang. „Hann fékk mörg hundruð milljarða í greiðslur frá okkur og með réttu," sagði Shaye. „En svo snýr hann bara baki við okkur og vill ekki ræða málin heldur fer bara í mál og neitar að hefja samningaviðræður án þess að fyrirtækið láti undan kröfum hans," bætti Shaye við og sagðist aldrei ætla að vinna með Jackson á ný. „Af hverju ætti ég að vilja það? Hann gerir aldrei kvikmynd hjá New Line Cinema aftur, ekki svo lengi sem ég er hér," lýsti Bob Shaye yfir. Jackson er í málaferlum út af greiðslum vegna Hringadróttinssögu við New Line Cinema en hann hafði lýst yfir miklum áhuga á að gera kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. New Line Cinema á kvikmyndaréttinn en hún segir frá því hvernig Bilbo Baggins komst yfir hringinn og varðveitti hann í nokkur ár. Lengi vel leit út fyrir að þessi draumur Jacksons yrði ekki að veruleika þar sem New Line Cinema hafði lýst því yfir að Jackson kæmi ekki nálægt verkefninu vegna málaferlanna. Aðdáendur leikstjórans tóku sig í kjölfarið saman og mótmæltu þessari ákvörðun harðlega á vefsíðum sem lauk með því að Jackson og New Line Cinema sömdu vopnahlé en það hefur nú augljóslega verið rofið. Peter Jackson brást strax við ummælunum og sagði í samtali við kvikmyndatímaritið Variety að honum þætti miður að málið væri orðið persónulegt.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira