Drottningin leiðir kapphlaupið 13. janúar 2007 11:00 Helen Mirren þykir eiga sigurinn vísan fyrir frammistöðu sína í The Queen. Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. Helen Mirren þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Elísabetu drottningu í kvikmyndinni The Queen en auk hennar var Stephen Frears tilnefndur sem besti leikstjórinn. The Queen lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig Elísabet tókst á við dauða Díönu og þá hálfgerðu múgæsingu sem blossaði upp í Bretlandi vegna þessa. Fast á hæla The Queen kemur James Bond-myndin Casino Royale með níu tilnefningar en Daniel Craig er tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur farið vel ofan í harða aðdáendur leyniþjónustumannsins og ljóst að Craig hefur blásið á allar gagnrýnisraddir sem sögðu hann óhæfan í hlutverkið. Fátt kemur á óvart hvað tilnefningarnar varðar ef undanskilið er gott gengi Casino Royale en Bond-myndirnar hafa hingað til ekki þótt mikill verðlaunamatur. Flestar af þeim kvikmyndum sem tilnefndar eru sem besta myndin hafa verið orðaðar við Óskarsverðlaunin, svo sem The Departed, Babel og United 93. Kvikmyndarýnirinn Mark Kermode segir að fátt hafi komið sér á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt og mér finnst gaman að því hversu mikla viðurkenningu Little Miss Sunshine fær,“ sagði Kermode í samtali við fréttavef BBC. „Annars virðist engin mynd ætla að tróna á toppnum og þetta verður mjög spennandi,“ bætti hann við. Bafta-verðlaunin verða afhent í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden 11. febrúar. Stephen Fry verður ekki kynnir í fyrsta sinn síðan árið 2000 en enn á eftir að finna eftirmann breska gamanleikarans sem hefur haldið um stjórnartaumana með miklum glæsibrag.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira