Zidane vinsæl jólagjöf í Frakklandi 13. janúar 2007 16:00 Sigurjón getur ekki annað en glaðst yfir góðri sölu kvikmyndarinnar Zidane:Andlit 21. aldarinnar í Frakklandi. Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Í myndinni er fylgst með öllum hreyfingum knattspyrnugoðsins Zidane í leik með spænska risaveldinu Real Madrid þar sem leikmaðurinn var meðal annars rekinn út af fyrir slagsmál. Myndin fékk óvænta athygli þegar Zidane stal senunni í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og skallaði mótherja sinn í brjóstkassann. Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi myndarinnar, segir að þrátt fyrir þessu miklu athygli sem atvikið fékk hafi salan farið fram úr sínum björtustu vonum. „Universal-dreifingarfyrirtækið hafði spáð þessum miklu vinsældum en við tókum orð þeirra ekki trúanleg, þetta er því alveg frábær árangur,“ sagði Sigurjón þegar Fréttablaðið hafði uppá honum. „Þetta var algjör hámarkssala,“ bætir hann við en algengt er að stóru smellirnir frá draumaverksmiðjunni Hollywood seljist í svipuðu upplagi. Sigurjón segir það hins vegar vonbrigði hversu lítin áhuga knattspyrnumaðurinn sjálfur hafi sýnt myndinni þrátt fyrir loforð um að koma til liðs við þá eftir HM. Sigurjón segir að nú takið við kvikmyndahátíðar-ferðalag hjá myndinni. „Hún verður meðal annars sýnd á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum og á Rotterdam-hátíðinni þannig að það er ekkert lát á sigurgöngu Zidane,“ segir Sigurjón. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. Í myndinni er fylgst með öllum hreyfingum knattspyrnugoðsins Zidane í leik með spænska risaveldinu Real Madrid þar sem leikmaðurinn var meðal annars rekinn út af fyrir slagsmál. Myndin fékk óvænta athygli þegar Zidane stal senunni í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og skallaði mótherja sinn í brjóstkassann. Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi myndarinnar, segir að þrátt fyrir þessu miklu athygli sem atvikið fékk hafi salan farið fram úr sínum björtustu vonum. „Universal-dreifingarfyrirtækið hafði spáð þessum miklu vinsældum en við tókum orð þeirra ekki trúanleg, þetta er því alveg frábær árangur,“ sagði Sigurjón þegar Fréttablaðið hafði uppá honum. „Þetta var algjör hámarkssala,“ bætir hann við en algengt er að stóru smellirnir frá draumaverksmiðjunni Hollywood seljist í svipuðu upplagi. Sigurjón segir það hins vegar vonbrigði hversu lítin áhuga knattspyrnumaðurinn sjálfur hafi sýnt myndinni þrátt fyrir loforð um að koma til liðs við þá eftir HM. Sigurjón segir að nú takið við kvikmyndahátíðar-ferðalag hjá myndinni. „Hún verður meðal annars sýnd á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum og á Rotterdam-hátíðinni þannig að það er ekkert lát á sigurgöngu Zidane,“ segir Sigurjón.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira