Sænskar geimferðir? 31. janúar 2007 00:01 Breska geimferðafyrirtækið Virgin Galactic, sem er í eigu auðkýfingsins Richards Branson, náði á föstudag í síðustu viku samkomulagi við sænska fyrirtækið Spaceport að það kanni möguleikann á því að koma mönnuðum geimförum á loft frá Norður-Svíþjóð. Gerð líkans af geimflauginni var lokið í sumar og gerir Branson ráð fyrir því að fyrstu geimförin fari á loft á næsta eða þarnæsta ári frá Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Þá stefnir fyrirtækið sömuleiðis að því að reisa geimflugstöð í Nýju-Mexíkó á næstu árum. Spaceport mun á næstu tveimur árum skoða aðstæður í Svíþjóð en helst er horft til þess að taka á loft frá Kiruna-flugvelli í Lapplandi. Gangi allt að óskum mun fyrsta geimfarið fara á loft árið 2011 eða 2012. Munurinn á þeim sem fara út í geim í vélum frá Virgin Galactic og þeim sem farið hafa öllu hefðbundnari geimferðir er sá að þeir sem fara með fyrrnefnda félaginu, sem er einkafyrirtæki, greiða sérstaklega fyrir ferðina líkt og í venjubundnu farþegaflugi. Að sögn Susan Newsam, talsmanns Virgin Galactic, er Svíþjóð ákjósanlegasti staðurinn í Evrópu til að skjóta upp geimförum sem þeim sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Ætlunin sé meðal annars að fljúga inn í norðurljósin og virða fyrir sér ljósadýrðina því enginn hafi áður prófað slíkt, að hennar sögn. Ferðin frá Kiruna-velli til norðurljósanna kostar sem svarar um 14 milljónum íslenskra króna. Um 200 manns hafa þegar greitt inn á ferðina, sem stendur í um tvær klukkustundir, að sögn Newsam. Virgin Galactic stefnir að því að fara með 500 farþega í tveggja klukkustunda langar ferðir út fyrir gufuhvolf jarðar fyrsta árið. Það er álíka mikill fjöldi og hefur farið út í geim á vegum opinberra geimvísindastofnana víða um heim á síðastliðnum 45 árum. Héðan og þaðan Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska geimferðafyrirtækið Virgin Galactic, sem er í eigu auðkýfingsins Richards Branson, náði á föstudag í síðustu viku samkomulagi við sænska fyrirtækið Spaceport að það kanni möguleikann á því að koma mönnuðum geimförum á loft frá Norður-Svíþjóð. Gerð líkans af geimflauginni var lokið í sumar og gerir Branson ráð fyrir því að fyrstu geimförin fari á loft á næsta eða þarnæsta ári frá Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Þá stefnir fyrirtækið sömuleiðis að því að reisa geimflugstöð í Nýju-Mexíkó á næstu árum. Spaceport mun á næstu tveimur árum skoða aðstæður í Svíþjóð en helst er horft til þess að taka á loft frá Kiruna-flugvelli í Lapplandi. Gangi allt að óskum mun fyrsta geimfarið fara á loft árið 2011 eða 2012. Munurinn á þeim sem fara út í geim í vélum frá Virgin Galactic og þeim sem farið hafa öllu hefðbundnari geimferðir er sá að þeir sem fara með fyrrnefnda félaginu, sem er einkafyrirtæki, greiða sérstaklega fyrir ferðina líkt og í venjubundnu farþegaflugi. Að sögn Susan Newsam, talsmanns Virgin Galactic, er Svíþjóð ákjósanlegasti staðurinn í Evrópu til að skjóta upp geimförum sem þeim sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Ætlunin sé meðal annars að fljúga inn í norðurljósin og virða fyrir sér ljósadýrðina því enginn hafi áður prófað slíkt, að hennar sögn. Ferðin frá Kiruna-velli til norðurljósanna kostar sem svarar um 14 milljónum íslenskra króna. Um 200 manns hafa þegar greitt inn á ferðina, sem stendur í um tvær klukkustundir, að sögn Newsam. Virgin Galactic stefnir að því að fara með 500 farþega í tveggja klukkustunda langar ferðir út fyrir gufuhvolf jarðar fyrsta árið. Það er álíka mikill fjöldi og hefur farið út í geim á vegum opinberra geimvísindastofnana víða um heim á síðastliðnum 45 árum.
Héðan og þaðan Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira