Tugmilljóna samningur Silvíu og Frímanns 10. febrúar 2007 13:45 Jakob Frímann skrifar á morgun undir stærsta hljómplötusamning Íslandssögunnar. „Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti. En þá stendur til að undirrita stærsta hljómplötusamning Íslandssögunnar hvorki meira né minna milli Silvíu Nóttar og Reykjavík Records en þar fer Jakob fyrir. Hann segir samninginn skipta tugum milljónum króna. Til stendur að dreifa nýrri hljómplötu hennar um heim allan og kostar slík markaðssetning þetta ef vel á að vera. Að baki Reykjavík Records standa mörg helstu athafnaskáld Íslands í bland við fjárfestingafélög í eigu Straums - Burðaráss, Brú Venture Capital og fleiri. Stjórnarformaður er Tryggvi Jónsson sem jafnframt stýrir útrásarsjóð FL Group, Tónvís. „Tiltrú manna á Silvíu og teymi hennar er með þeim hætti að menn telja hana einhverja glæsilegustu súperstjörnu sem lýðveldið hefur alið. Með munninn svo kirfilega fyrir neðan nefið að jafnvel Borat fölnar í samanburði þegar best lætur,” segir Jakob og dregur hvergi úr. Aðspurður segist Jakob ekki hafa hinar minnstu áhyggjur af því þó að Silvía hafi farið flatt í Eurovision-keppninni fyrir ári úti í Grikklandi. Segir engan óbarinn biskup. Jakob hefur vitanlega hlustað á hina nýju plötu og segir hana meistaraverk af bestu gerð. „Eigum við ekki að segja að þar sem Sölvi Blöndal sitji við settið þá sitji tónlistin vel í sjálfu sér. Og hin ómþýða rödd Silvíu Nætur framkallar léttan silkihroll.“ Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti. En þá stendur til að undirrita stærsta hljómplötusamning Íslandssögunnar hvorki meira né minna milli Silvíu Nóttar og Reykjavík Records en þar fer Jakob fyrir. Hann segir samninginn skipta tugum milljónum króna. Til stendur að dreifa nýrri hljómplötu hennar um heim allan og kostar slík markaðssetning þetta ef vel á að vera. Að baki Reykjavík Records standa mörg helstu athafnaskáld Íslands í bland við fjárfestingafélög í eigu Straums - Burðaráss, Brú Venture Capital og fleiri. Stjórnarformaður er Tryggvi Jónsson sem jafnframt stýrir útrásarsjóð FL Group, Tónvís. „Tiltrú manna á Silvíu og teymi hennar er með þeim hætti að menn telja hana einhverja glæsilegustu súperstjörnu sem lýðveldið hefur alið. Með munninn svo kirfilega fyrir neðan nefið að jafnvel Borat fölnar í samanburði þegar best lætur,” segir Jakob og dregur hvergi úr. Aðspurður segist Jakob ekki hafa hinar minnstu áhyggjur af því þó að Silvía hafi farið flatt í Eurovision-keppninni fyrir ári úti í Grikklandi. Segir engan óbarinn biskup. Jakob hefur vitanlega hlustað á hina nýju plötu og segir hana meistaraverk af bestu gerð. „Eigum við ekki að segja að þar sem Sölvi Blöndal sitji við settið þá sitji tónlistin vel í sjálfu sér. Og hin ómþýða rödd Silvíu Nætur framkallar léttan silkihroll.“
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira