Íslenskt æði í Þrándheimi 12. febrúar 2007 08:45 Í blöðunum Mikið var fjallað íslensku sveitirnar, Reykjavík!, Lay Low og ÚMTBS. „Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við," segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina. Strax fyrir helgi var ljóst að beðið var komu Íslendinganna til Þrándheims með eftirvæntingu. Blað hátíðarinnar var undirlagt af greinum um þá og fólki tilkynnt að það mætti ekki missa af tónleikum þeirra. Löng grein var um Lay Low og undraverðan frama hennar á stuttum tíma. Reykjavík! var hampað sem frábærri rokksveit og söngvara Últra Mega Teknóbandsins Stefáns var hrósað í hástert. Sagt var að ef Sid Vicious væri enn á lífi hefði hann öfundað þennan 16 ára gamla dreng, svo góður sviðsmaður væri hann. Valdimar kannast við það að viðbrögð Norðmanna hafi verið misjöfn: „Það eru nokkuð margir búnir að spyrja hvort við séum geðveikir. Ég gæti trúað því að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa séð okkur og ÚMTBS, þetta er svolítið veruleikafirrt sjóv hjá okkur." Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við," segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina. Strax fyrir helgi var ljóst að beðið var komu Íslendinganna til Þrándheims með eftirvæntingu. Blað hátíðarinnar var undirlagt af greinum um þá og fólki tilkynnt að það mætti ekki missa af tónleikum þeirra. Löng grein var um Lay Low og undraverðan frama hennar á stuttum tíma. Reykjavík! var hampað sem frábærri rokksveit og söngvara Últra Mega Teknóbandsins Stefáns var hrósað í hástert. Sagt var að ef Sid Vicious væri enn á lífi hefði hann öfundað þennan 16 ára gamla dreng, svo góður sviðsmaður væri hann. Valdimar kannast við það að viðbrögð Norðmanna hafi verið misjöfn: „Það eru nokkuð margir búnir að spyrja hvort við séum geðveikir. Ég gæti trúað því að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa séð okkur og ÚMTBS, þetta er svolítið veruleikafirrt sjóv hjá okkur."
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira