MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík 12. febrúar 2007 08:15 Björn Segir MTV-verðlaunahátíðina vera rétt handan við hornið. „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýsingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár," bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hvenær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tónlistarhúsinu," segir Björn. Justin var kynnir í Kaupmannahöfn þegar verðlaunin voru veitt þar í fyrra. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu landkynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höfuðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aurunum eins og ormar á gulli. „Kaupmannahafnarborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Samkvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaupmannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða," uppplýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjárhæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hingað til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahátíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýsingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár," bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hvenær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tónlistarhúsinu," segir Björn. Justin var kynnir í Kaupmannahöfn þegar verðlaunin voru veitt þar í fyrra. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu landkynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höfuðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aurunum eins og ormar á gulli. „Kaupmannahafnarborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Samkvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaupmannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða," uppplýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjárhæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hingað til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahátíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira