Tvöföld tímamót Carminu 12. febrúar 2007 07:15 Kammerkórinn Carmina. Á leið á eina virtustu endurreisnar- og barokktónlistar-hátíð Skandinavíu. Kammerkórinn Carmina tekur þátt í virtri endurreisnar- og barokktónlistarhátíð í Svíþjóð á komandi sumri og heldur þá í sína fyrstu utanlandsferð. Fram undan eru einnig tímamótatónleikar í Kristskirkju. Kórinn var stofnaður fyrir aðeins þremur árum og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi hópsins, útskýrir að því sé þetta mikill heiður fyrir félaga hans. Tónlistarhátíðin Stockholm Early Music Festival sé önnur tveggja stærstu hátíða sinna tegundar á Norðurlöndunum og því felist mikil viðurkenning í þessu boði aðstandenda hennar. „Það er á vissan hátt staðfesting þess sem við höfum verið að vinna að – að koma á endurreisnarhópi í fremstu röð hér á landi,“ segir hann. Meðlimir kórsins eru allir þrautþjálfaðir söngvarar og hafa hlotið mikilsverða reynslu innan annarra kóra. Á tónleikum hátíðarinnar flytur kórinn efnisskrá með íslenskri endurreisnartónlist sem finna má í svokölluðu Melódía-handriti en hópurinn flutti hana á Sumartónleikum í Skálholti í fyrra. „Melódía er stærsta nótnahandritið sem varðveist hefur hér á landi en í því eru yfir tvö hundruð lög,“ útskýrir Árni Heimir. Handritið er frá miðri 17. öld en hópurinn hefur unnið töluvert með þá tónlist og hljóðritað hluta hennar og er diskur með flutningi þeirra er væntanlegur í verslanir. „Aðstandendur hátíðarinnar fréttu af okkur og báðu um upptökur og síðan fylgdi boðið í kjölfarið. Ég held að það sé mikill og almennur áhugi víða um heim hjá fólki sem vill fræðast meira um hvers konar tónlistarlandslag var á Íslandi á þessum tíma,“ segir Árni Heimir. Hátíð sem þessi er kjörinn vettvangur fyrir fólk að kynnast og efla tengsl sín á milli og segir Árni Heimir að á hátíðinni í sumar verði fjölmargir aðrir spennandi hópar, einkum frá Frakklandi og Þýskalandi og nefnir sérstaklega spænska hópinn Hesperion XXI undir stjórn gömbuleikarans Jordi Savall. En það er skammt stórra högga í millum hjá kórnum. Nú á vordögum heldur Carmina tónleika í Kristskirkju þar sem félagarnir frumflytja eitt af meistaraverkum endurreisnarinnar, Requiem eða Sálumessu eftir spænska tónskáldið Tomás Luis de Victoria. „Það er raunar til marks um hversu lítið endurreisnartónlist hefur átt upp á pallborðið hérlendis að við skulum vera að frumflytja þetta verk nú,“ segir Árni Heimir og áréttar að Sálumessa þessi sé standardverk hjá sambærilegum tónlistarhópum víða um heim. „Victoria er lítið þekktur hér á landi en hann er einn af stóru nöfnunum. Þetta er ótrúlega mikilfengleg og dramatísk tónlist sem gefur flytjendunum tækifæri til þess að sýna allt litróf tilfinninganna. Þetta er verk sem mig hefur lengi langað til að flytja.“ Auk sálumessunnar mun Carmina flytja verk eftir endurreisnartónskáldin Cristóbal de Morales og Josquin des Prez. Á tónleikunum í Kristskirkju munu fjórir söngvarar úr BBC Singers, The Tallis Scholars og Westminster Abbey-kórnum í Lundúnum slást í lið með félögum í Carminu. Tónleikahald er ekki algengt í Kristskirkju og lýtur nokkuð ströngum reglum. „Við höfum notið mikillar velvildar hjá aðstandendum kirkjunnar,“ útskýrir Árni Heimir og segir tónleikastaðinn afar viðeigandi. „Tónlistin sem við flytjum á rætur sínar að rekja til kaþólskrar hefðar og af þeim kirkjum á höfuðborgarsvæðinu er engin sem býr yfir jafn fallegri umgjörð um þessa tónlist eins og Kristskirkja.“ Tónleikarnir í Kristskirkju verða 17. og 18. mars og hefjast kl. 16 báða dagana. Miðasala hefst í verslun 12 Tóna á fimmtudag en þess skal getið að ekki verður hægt að kaupa miða á tónleikastaðnum sjálfum. kristrun@frettabladid.is Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kammerkórinn Carmina tekur þátt í virtri endurreisnar- og barokktónlistarhátíð í Svíþjóð á komandi sumri og heldur þá í sína fyrstu utanlandsferð. Fram undan eru einnig tímamótatónleikar í Kristskirkju. Kórinn var stofnaður fyrir aðeins þremur árum og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi hópsins, útskýrir að því sé þetta mikill heiður fyrir félaga hans. Tónlistarhátíðin Stockholm Early Music Festival sé önnur tveggja stærstu hátíða sinna tegundar á Norðurlöndunum og því felist mikil viðurkenning í þessu boði aðstandenda hennar. „Það er á vissan hátt staðfesting þess sem við höfum verið að vinna að – að koma á endurreisnarhópi í fremstu röð hér á landi,“ segir hann. Meðlimir kórsins eru allir þrautþjálfaðir söngvarar og hafa hlotið mikilsverða reynslu innan annarra kóra. Á tónleikum hátíðarinnar flytur kórinn efnisskrá með íslenskri endurreisnartónlist sem finna má í svokölluðu Melódía-handriti en hópurinn flutti hana á Sumartónleikum í Skálholti í fyrra. „Melódía er stærsta nótnahandritið sem varðveist hefur hér á landi en í því eru yfir tvö hundruð lög,“ útskýrir Árni Heimir. Handritið er frá miðri 17. öld en hópurinn hefur unnið töluvert með þá tónlist og hljóðritað hluta hennar og er diskur með flutningi þeirra er væntanlegur í verslanir. „Aðstandendur hátíðarinnar fréttu af okkur og báðu um upptökur og síðan fylgdi boðið í kjölfarið. Ég held að það sé mikill og almennur áhugi víða um heim hjá fólki sem vill fræðast meira um hvers konar tónlistarlandslag var á Íslandi á þessum tíma,“ segir Árni Heimir. Hátíð sem þessi er kjörinn vettvangur fyrir fólk að kynnast og efla tengsl sín á milli og segir Árni Heimir að á hátíðinni í sumar verði fjölmargir aðrir spennandi hópar, einkum frá Frakklandi og Þýskalandi og nefnir sérstaklega spænska hópinn Hesperion XXI undir stjórn gömbuleikarans Jordi Savall. En það er skammt stórra högga í millum hjá kórnum. Nú á vordögum heldur Carmina tónleika í Kristskirkju þar sem félagarnir frumflytja eitt af meistaraverkum endurreisnarinnar, Requiem eða Sálumessu eftir spænska tónskáldið Tomás Luis de Victoria. „Það er raunar til marks um hversu lítið endurreisnartónlist hefur átt upp á pallborðið hérlendis að við skulum vera að frumflytja þetta verk nú,“ segir Árni Heimir og áréttar að Sálumessa þessi sé standardverk hjá sambærilegum tónlistarhópum víða um heim. „Victoria er lítið þekktur hér á landi en hann er einn af stóru nöfnunum. Þetta er ótrúlega mikilfengleg og dramatísk tónlist sem gefur flytjendunum tækifæri til þess að sýna allt litróf tilfinninganna. Þetta er verk sem mig hefur lengi langað til að flytja.“ Auk sálumessunnar mun Carmina flytja verk eftir endurreisnartónskáldin Cristóbal de Morales og Josquin des Prez. Á tónleikunum í Kristskirkju munu fjórir söngvarar úr BBC Singers, The Tallis Scholars og Westminster Abbey-kórnum í Lundúnum slást í lið með félögum í Carminu. Tónleikahald er ekki algengt í Kristskirkju og lýtur nokkuð ströngum reglum. „Við höfum notið mikillar velvildar hjá aðstandendum kirkjunnar,“ útskýrir Árni Heimir og segir tónleikastaðinn afar viðeigandi. „Tónlistin sem við flytjum á rætur sínar að rekja til kaþólskrar hefðar og af þeim kirkjum á höfuðborgarsvæðinu er engin sem býr yfir jafn fallegri umgjörð um þessa tónlist eins og Kristskirkja.“ Tónleikarnir í Kristskirkju verða 17. og 18. mars og hefjast kl. 16 báða dagana. Miðasala hefst í verslun 12 Tóna á fimmtudag en þess skal getið að ekki verður hægt að kaupa miða á tónleikastaðnum sjálfum. kristrun@frettabladid.is
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira