Sigur Rós til verndar Varmá 16. febrúar 2007 07:15 Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á baráttu- og styrktartónleikunum í kvöld. Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is. Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is.
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira