Íslensk tónlist á Amie Street 21. febrúar 2007 08:45 Ingi Björn starfar við heimasíðuna amiestreet.com. MYND/Vilhelm Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. - Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. -
Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira