Náttúra og strengir 2. mars 2007 07:30 Elísabet Waage og Hannes Guðrúnarsson leika saman í Salnum. MYND/GVA Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Náttúran í strengjum“ en efnisskráin lýsir ýmsum fyrirbærum í náttúrunni en þau Elísabet og Hannes munu leika verk eftir Áskel Másson, hörpusólóið „Hrævareldar“ eftir Hasselman og verkið „Blóm“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson en það var upphaflega skrifað fyrir gítar og sembal en Þorkell gerði á því smávægilegar breytingar svo að hægt væri að leika hlutverk sembalsins á hörpu. Að lokum leika þau Hannes og Elísabet verkið „Spirit of Trees“ eftir armensk-ameríska tónskáldið Alan Hovhaness, en verk hans heyrast sjaldan hér á landi. Hovhaness blandar þar saman strengjum hljóðfæranna á mjög fallegan hátt og hefur verkið örlítið austurlenskt yfirbragð. Elísabet og Hannes léku fyrst saman á tónleikum árið 2004 og héldu Háskólatónleika haustið 2005. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann í Kópavogi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð kennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Nemendur Tónlistarskólans og forráðamenn þeirra fá frítt inn, auk þess er ókeypis fyrir öll börn 12 ára og yngri. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Elísabet Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Náttúran í strengjum“ en efnisskráin lýsir ýmsum fyrirbærum í náttúrunni en þau Elísabet og Hannes munu leika verk eftir Áskel Másson, hörpusólóið „Hrævareldar“ eftir Hasselman og verkið „Blóm“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson en það var upphaflega skrifað fyrir gítar og sembal en Þorkell gerði á því smávægilegar breytingar svo að hægt væri að leika hlutverk sembalsins á hörpu. Að lokum leika þau Hannes og Elísabet verkið „Spirit of Trees“ eftir armensk-ameríska tónskáldið Alan Hovhaness, en verk hans heyrast sjaldan hér á landi. Hovhaness blandar þar saman strengjum hljóðfæranna á mjög fallegan hátt og hefur verkið örlítið austurlenskt yfirbragð. Elísabet og Hannes léku fyrst saman á tónleikum árið 2004 og héldu Háskólatónleika haustið 2005. Þau eru bæði kennarar við Tónlistarskólann í Kópavogi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð kennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Nemendur Tónlistarskólans og forráðamenn þeirra fá frítt inn, auk þess er ókeypis fyrir öll börn 12 ára og yngri.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira