Til heiðurs Tony Joe White 2. mars 2007 06:45 Tónlistarmaðurinn Mugison mun syngja á plötu til heiðurs Tony Joe White. MYND/Daníel Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White. Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Halldór Guðmundsson, sem hafa einnig gert garðinn frægan með Hjálmum, og Bragi Valdimar Skúlason úr Baggalúti eru mennirnir á bak við plötuna, sem er væntanleg í sumar. „Siggi fann lag á netinu og sendi mér. Þá fann ég disk í einkasafni Rúnars Júl. og við höfum mikið hlustað á hann. Við ákváðum að gera plötu því það þekkir hann enginn hérna,“ segir Guðmundur Kristinn um Tony Joe White, sem er frá Louisiana. „Hugmyndin að plötunni er að á henni syngi helstu rokkarar Íslands af yngri kynslóðinni,“ bætir hann við. Lögin á plötunni eru öll eftir Tony Joe en textarnir eftir Braga. Á meðal fleiri þekktra nafna sem munu hugsanlega syngja á plötunni eru Krummi, Steini úr Hjálmum, Ómar úr Quarashi, Óttarr Proppé, Ragnar Kjartansson. Ólafur Darri Ólafsson og meistari Megas. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White. Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Halldór Guðmundsson, sem hafa einnig gert garðinn frægan með Hjálmum, og Bragi Valdimar Skúlason úr Baggalúti eru mennirnir á bak við plötuna, sem er væntanleg í sumar. „Siggi fann lag á netinu og sendi mér. Þá fann ég disk í einkasafni Rúnars Júl. og við höfum mikið hlustað á hann. Við ákváðum að gera plötu því það þekkir hann enginn hérna,“ segir Guðmundur Kristinn um Tony Joe White, sem er frá Louisiana. „Hugmyndin að plötunni er að á henni syngi helstu rokkarar Íslands af yngri kynslóðinni,“ bætir hann við. Lögin á plötunni eru öll eftir Tony Joe en textarnir eftir Braga. Á meðal fleiri þekktra nafna sem munu hugsanlega syngja á plötunni eru Krummi, Steini úr Hjálmum, Ómar úr Quarashi, Óttarr Proppé, Ragnar Kjartansson. Ólafur Darri Ólafsson og meistari Megas.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira