Völuspá í útvarpi 2. mars 2007 06:30 Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður. Í dag skulu menn leggja við hlustir - skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Hér mun enginn maður öðrum þyrma. Svo segir völvan í þúsund ára gömlu ljóði sem hefur um langan aldur endurnært norræna skynjun og hafa sindur af því kvæði löngum lýst mönnum leið. Í dag verður þetta frægasta kvæði íslenskt, Völuspá, enn tekið til flutnings í túlkun þeirra Sverris Guðjónssonar og sænska tónskáldsins Stens Sandell. Verður hljóðverk þeirra byggt á kvæðinu flutt samtímis á vegum útvarpsleikhúsa sænsku og íslensku ríkisútvarpanna kl. 16.13. Verkið, sem tekur um tuttugu mínútur í flutningi, er sent út í þættinum Hlaupanótunni. Það hefur verið lengi í vinnslu: þeir Sverrir og Sten tóku að vinna hljóðverk byggt á hinu forna kvæði fyrir tveimur árum. Tvær leikkonur bera uppi flutninginn af kvæðinu: Kristbjörg Kjeld hér heima en Stina Ekblad í Svíþjóð. Báðar eru þær kunnar fyrir dramatískan leik sinn og fá nú það hlutverk að gæða kvæðinu rödd. Saklausari parta í spá völvunnar túlka þær Kristbjörg María Jensdóttir, sonardóttir Kristbjargar, og Olivia Sandell. Völuspá skiptist í þrjá kafla: sköpun, ragnarök og nýtt upphaf, þá heimurinn rís að nýju eftir fallið. Kvæðið virðist geta kallast á við alla tíma og ekki skánar ástandið í framtíðarhorfum heimsins. Nokkurri undrun sætir að verkið skuli ekki vera frumflutt á kvölddagskrá og meira látið með það í kynningum á vegum RÚV. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónskáld smíðar verk eftir kvæðinu. Það hefur komið við sögu bæði í tónsmíðum Jóns Leifs og Jóns Þórarinssonar. Þessa útgáfu kalla höfundarnir Völuspá - Raddir. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Ný stikla úr GTA VI Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í dag skulu menn leggja við hlustir - skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir. Vindöld, vargöld, áður veröld steypist. Hér mun enginn maður öðrum þyrma. Svo segir völvan í þúsund ára gömlu ljóði sem hefur um langan aldur endurnært norræna skynjun og hafa sindur af því kvæði löngum lýst mönnum leið. Í dag verður þetta frægasta kvæði íslenskt, Völuspá, enn tekið til flutnings í túlkun þeirra Sverris Guðjónssonar og sænska tónskáldsins Stens Sandell. Verður hljóðverk þeirra byggt á kvæðinu flutt samtímis á vegum útvarpsleikhúsa sænsku og íslensku ríkisútvarpanna kl. 16.13. Verkið, sem tekur um tuttugu mínútur í flutningi, er sent út í þættinum Hlaupanótunni. Það hefur verið lengi í vinnslu: þeir Sverrir og Sten tóku að vinna hljóðverk byggt á hinu forna kvæði fyrir tveimur árum. Tvær leikkonur bera uppi flutninginn af kvæðinu: Kristbjörg Kjeld hér heima en Stina Ekblad í Svíþjóð. Báðar eru þær kunnar fyrir dramatískan leik sinn og fá nú það hlutverk að gæða kvæðinu rödd. Saklausari parta í spá völvunnar túlka þær Kristbjörg María Jensdóttir, sonardóttir Kristbjargar, og Olivia Sandell. Völuspá skiptist í þrjá kafla: sköpun, ragnarök og nýtt upphaf, þá heimurinn rís að nýju eftir fallið. Kvæðið virðist geta kallast á við alla tíma og ekki skánar ástandið í framtíðarhorfum heimsins. Nokkurri undrun sætir að verkið skuli ekki vera frumflutt á kvölddagskrá og meira látið með það í kynningum á vegum RÚV. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónskáld smíðar verk eftir kvæðinu. Það hefur komið við sögu bæði í tónsmíðum Jóns Leifs og Jóns Þórarinssonar. Þessa útgáfu kalla höfundarnir Völuspá - Raddir.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Ný stikla úr GTA VI Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira