Ljós í myrkrinu 6. mars 2007 06:00 Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar