Hljómfagur hvalreki 7. mars 2007 06:30 Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann hefur haldið reglulega tónleika hér á landi um áratugaskeið enda á Ísland sérstakan stað í hjarta hans og hann á hingað rætur að rekja. Á tónleikunum í kvöld leikur hann ásamt tengdadóttur sinni en þau héldu einnig tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kynnti hann fyrir sellóinu og ári síðar var hann farinn að koma fram á tónleikum. Sextán ára var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nemandi hins heimsfræga sellósnillings Gregors Píatígorskís. Erling hefur komið fram sem einleikari víða um heim og leikið með flestum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur hljóðritað yfir 50 hljómplötur og geisladiska. Hann hefur enn fremur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikar hefjast kl. 20.30. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann hefur haldið reglulega tónleika hér á landi um áratugaskeið enda á Ísland sérstakan stað í hjarta hans og hann á hingað rætur að rekja. Á tónleikunum í kvöld leikur hann ásamt tengdadóttur sinni en þau héldu einnig tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kynnti hann fyrir sellóinu og ári síðar var hann farinn að koma fram á tónleikum. Sextán ára var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nemandi hins heimsfræga sellósnillings Gregors Píatígorskís. Erling hefur komið fram sem einleikari víða um heim og leikið með flestum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur hljóðritað yfir 50 hljómplötur og geisladiska. Hann hefur enn fremur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikar hefjast kl. 20.30.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira