Um ódýrar eftirlíkingar 8. mars 2007 05:00 Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni hélt Jón Sigurðsson því fram að Framsóknarflokkurinn hefði átt frumkvæði að lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna og takmörkun á auglýsingum. Þetta er makalaus fullyrðing í ljósi þess að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist fyrir lagasetningu af þessu tagi um árabil og það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem lagði til við formenn flokkanna fyrir áramótin að samkomulag yrði gert um takmarkanir á auglýsingum. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir í slíkt samkomulag þá fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn samþykkti ýmsar ályktanir á flokksþingi sínu og margt kemur okkur jafnaðarmönnum þar kunnuglega fyrir sjónir. Þar má nefna gömul baráttumál okkar eins og jöfnun atkvæðisréttar, að hluta námslána verði breytt í styrki og afnám stimpilgjalda. Framsóknarmenn taka þessi mál nú upp á sína arma og allt í fínu með það. Það er hins vegar góð latína að geta heimilda þegar menn fá lánað frá öðrum. En því er ekki að heilsa, Jón Sigurðsson kvittar upp á lánið með því að saka aðra flokka um ódýrar eftirlíkingar! Það má Jón eiga að hann slær hér frumlegan tón en málflutningur hans verður seint talinn traustvekjandi. Framsóknarflokkurinn í félagi við Sjálfstæðisflokk ber ábyrgð á stuðningsyfirlýsingu við Íraksstríðið, yfirþyrmandi stóriðjustefnu, sviknum loforðum við eldri borgara og öryrkja, Byrgismáli, ofþenslu í efnahagslífinu sem leggur þungar byrðar á heimilin í landinu, himinháu húsnæðisverði og loks kosningaloforðum sem losa nú tæpa 400 milljarða króna og munu binda hendur næstu og þarnæstu ríkisstjórnar. Þessi frammistaða er ekki til fyrirmyndar og hverfandi hætta á eftirlíkingum enda flýja nú Framsóknarmenn flórinn og leita í smiðju okkar jafnaðarmanna. Verið velkomnir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni hélt Jón Sigurðsson því fram að Framsóknarflokkurinn hefði átt frumkvæði að lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna og takmörkun á auglýsingum. Þetta er makalaus fullyrðing í ljósi þess að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist fyrir lagasetningu af þessu tagi um árabil og það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem lagði til við formenn flokkanna fyrir áramótin að samkomulag yrði gert um takmarkanir á auglýsingum. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir í slíkt samkomulag þá fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn samþykkti ýmsar ályktanir á flokksþingi sínu og margt kemur okkur jafnaðarmönnum þar kunnuglega fyrir sjónir. Þar má nefna gömul baráttumál okkar eins og jöfnun atkvæðisréttar, að hluta námslána verði breytt í styrki og afnám stimpilgjalda. Framsóknarmenn taka þessi mál nú upp á sína arma og allt í fínu með það. Það er hins vegar góð latína að geta heimilda þegar menn fá lánað frá öðrum. En því er ekki að heilsa, Jón Sigurðsson kvittar upp á lánið með því að saka aðra flokka um ódýrar eftirlíkingar! Það má Jón eiga að hann slær hér frumlegan tón en málflutningur hans verður seint talinn traustvekjandi. Framsóknarflokkurinn í félagi við Sjálfstæðisflokk ber ábyrgð á stuðningsyfirlýsingu við Íraksstríðið, yfirþyrmandi stóriðjustefnu, sviknum loforðum við eldri borgara og öryrkja, Byrgismáli, ofþenslu í efnahagslífinu sem leggur þungar byrðar á heimilin í landinu, himinháu húsnæðisverði og loks kosningaloforðum sem losa nú tæpa 400 milljarða króna og munu binda hendur næstu og þarnæstu ríkisstjórnar. Þessi frammistaða er ekki til fyrirmyndar og hverfandi hætta á eftirlíkingum enda flýja nú Framsóknarmenn flórinn og leita í smiðju okkar jafnaðarmanna. Verið velkomnir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar