Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari 9. mars 2007 05:00 Sigurjón Þórðarson skrifar - Það er ætíð áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn fylgja einhverri hugmyndafræði í blindni burtséð frá því hvað bitur reynsla og skynsemi segir. Síðasta öld geymir því miður alltof mörg dæmi um mikla stjórnmálaleiðtoga sem leiddu þjóðir í hörmungar og fjötra vegna einstefnulegs hugmyndafræðilegs rétttrúnaðar. Heilu samfélögin voru undirlögð og látin snúast í kringum rétttrúnaðinn, hvort sem það voru listir eða vísindi þeirra tíma. Gott dæmi um undirspil vafasamra vísinda og einstrengingslegrar hugmyndafræði er hvernig líffræðikenningar sovéska líffræðingsins Trofim Lysenko óðu uppi í samfélagi kommúnista og rústuðu lífsafkomu bænda. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, birti grein á sunnudaginn var, 4. mars, þar sem skýrt kemur fram sú skoðun að séreignarréttur á nýtingu náttúruauðlinda og þar með talið fiskistofna sé einhver grunnforsenda þess að vel takist að nýta fiskveiðiauðlindina með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessu er slegið fram og einungis vitnað í einhverja hugmyndafræði en ekki neina reynslu íslensku þjóðarinnar sem hefur búið við meint draumakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem aðgangur að auðlindinni hefur verið leigður og seldur eins og um hverja aðra séreign væri að ræða. Það er auðvitað ekki tilviljun að Illugi Gunnarsson sem fylgir hugmyndafræðilegri stefnu í blindni nefnir ekki nein dæmi fullyrðingum sínum til stuðnings þar sem reynsla Íslendinga af draumakerfinu er mjög bitur. Það hefur ekkert gengið með meinta uppbyggingu þorskstofnsins sem hvílir á mjög vafasamri líffræði svo ekki sé meira sagt. Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins en samt sem áður vill helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérfræðingur Hafró meina að óbreytt stefna gæti aukið líkur á að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég þarf vart að taka það fram að ég er langt frá því að vera sammála þessu mati. Stærstu og öflugustu fyrirtækin, s.s. Grandi, eru metin verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ótal sameiningar og meinta hagræðingu. Á síðasta áratug hafa skuldir útvegsins þrefaldast, og nálgast nú óðfluga 300 milljarða. Skuldaaukningin er ekki tilkomin vegna fjárfestinga í greininni heldur hafa milljarðar runnið út úr sjávarútveginum í stríðum straumi bæði vegna sölu og leigu aflaheimilda. Sú upphæð sem runnið hefur út úr greininni svarar til a.m.k. tveggja Kárahnjúkastíflna. Þetta gerist á sama tíma og tekjur greinarinnar hafa nánast staðið í stað í krónum talið. Sjávarútvegurinn er nú veikari en áður þar sem fyrirtækin eru skuldug og kemur það berlega fram í kjörum sjómanna, og fiskvinnslufólks sömuleiðis því að engir kjarasamningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Einna verst er þó að kerfið kemur nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi og getur það seint talist vænlegt fyrir framþróun atvinnuvegar að honum berist ekki nýtt og ferskt blóð. Íslenska kvótakerfið er misheppnuð tilraun sem komið hefur verið á á grundvelli hag- og hugmyndafræði sem Illugi Gunnarsson kynnti í áðurnefndri grein. Það gengur mögulega upp ef horft er á það eingöngu út frá lagatæknilegum og stjórnsýslulegum sjónarhóli en er að sama skapi algerlega misheppnað stjórntæki til þess að stýra fiskveiðum á ólíkum veiðisvæðum. Það verður ekki meira af fiski á Vestfjarðamiðum þó svo að handfæraveiðum verði hætt í Eyjafirði eða á Austfjörðum um aldur og ævi. Kerfið særir einnig réttlætiskennd Íslendinga og hefur kippt fótunum undan sjávarbyggðum landsins hringinn í kringum landið. Hugmyndafræðin um að einhver einkaeign náttúruauðlinda þjóða sé frumforsenda fyrir hagkvæmri nýtingu er mögulega barnaleg óskhyggja og ýkjur. Norðmönnum hefur gengið afskaplega vel að nýta olíuauð þjóðarinnar til þess að byggja upp norskt samfélag og ekki veit ég til þess að Norðmönnum hafi dottið í hug að gefa olíulindirnar til þess að þær nýttust sem best en eflaust hefði Illugi farið þannig að í blindri trú á sínar kennisetningar. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Til þess er Frjálslynda flokknum best treyst-andi en hann hefur verið í fararbroddi skynsamlegrar og ábyrgrar stefnu í fiskveiðistjórn sem tryggir hag almennings en ekki sérhagsmuna. Höfundur er alþingismaður. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Sigurjón Þórðarson skrifar - Það er ætíð áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn fylgja einhverri hugmyndafræði í blindni burtséð frá því hvað bitur reynsla og skynsemi segir. Síðasta öld geymir því miður alltof mörg dæmi um mikla stjórnmálaleiðtoga sem leiddu þjóðir í hörmungar og fjötra vegna einstefnulegs hugmyndafræðilegs rétttrúnaðar. Heilu samfélögin voru undirlögð og látin snúast í kringum rétttrúnaðinn, hvort sem það voru listir eða vísindi þeirra tíma. Gott dæmi um undirspil vafasamra vísinda og einstrengingslegrar hugmyndafræði er hvernig líffræðikenningar sovéska líffræðingsins Trofim Lysenko óðu uppi í samfélagi kommúnista og rústuðu lífsafkomu bænda. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, birti grein á sunnudaginn var, 4. mars, þar sem skýrt kemur fram sú skoðun að séreignarréttur á nýtingu náttúruauðlinda og þar með talið fiskistofna sé einhver grunnforsenda þess að vel takist að nýta fiskveiðiauðlindina með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessu er slegið fram og einungis vitnað í einhverja hugmyndafræði en ekki neina reynslu íslensku þjóðarinnar sem hefur búið við meint draumakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem aðgangur að auðlindinni hefur verið leigður og seldur eins og um hverja aðra séreign væri að ræða. Það er auðvitað ekki tilviljun að Illugi Gunnarsson sem fylgir hugmyndafræðilegri stefnu í blindni nefnir ekki nein dæmi fullyrðingum sínum til stuðnings þar sem reynsla Íslendinga af draumakerfinu er mjög bitur. Það hefur ekkert gengið með meinta uppbyggingu þorskstofnsins sem hvílir á mjög vafasamri líffræði svo ekki sé meira sagt. Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins en samt sem áður vill helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérfræðingur Hafró meina að óbreytt stefna gæti aukið líkur á að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég þarf vart að taka það fram að ég er langt frá því að vera sammála þessu mati. Stærstu og öflugustu fyrirtækin, s.s. Grandi, eru metin verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ótal sameiningar og meinta hagræðingu. Á síðasta áratug hafa skuldir útvegsins þrefaldast, og nálgast nú óðfluga 300 milljarða. Skuldaaukningin er ekki tilkomin vegna fjárfestinga í greininni heldur hafa milljarðar runnið út úr sjávarútveginum í stríðum straumi bæði vegna sölu og leigu aflaheimilda. Sú upphæð sem runnið hefur út úr greininni svarar til a.m.k. tveggja Kárahnjúkastíflna. Þetta gerist á sama tíma og tekjur greinarinnar hafa nánast staðið í stað í krónum talið. Sjávarútvegurinn er nú veikari en áður þar sem fyrirtækin eru skuldug og kemur það berlega fram í kjörum sjómanna, og fiskvinnslufólks sömuleiðis því að engir kjarasamningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Einna verst er þó að kerfið kemur nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi og getur það seint talist vænlegt fyrir framþróun atvinnuvegar að honum berist ekki nýtt og ferskt blóð. Íslenska kvótakerfið er misheppnuð tilraun sem komið hefur verið á á grundvelli hag- og hugmyndafræði sem Illugi Gunnarsson kynnti í áðurnefndri grein. Það gengur mögulega upp ef horft er á það eingöngu út frá lagatæknilegum og stjórnsýslulegum sjónarhóli en er að sama skapi algerlega misheppnað stjórntæki til þess að stýra fiskveiðum á ólíkum veiðisvæðum. Það verður ekki meira af fiski á Vestfjarðamiðum þó svo að handfæraveiðum verði hætt í Eyjafirði eða á Austfjörðum um aldur og ævi. Kerfið særir einnig réttlætiskennd Íslendinga og hefur kippt fótunum undan sjávarbyggðum landsins hringinn í kringum landið. Hugmyndafræðin um að einhver einkaeign náttúruauðlinda þjóða sé frumforsenda fyrir hagkvæmri nýtingu er mögulega barnaleg óskhyggja og ýkjur. Norðmönnum hefur gengið afskaplega vel að nýta olíuauð þjóðarinnar til þess að byggja upp norskt samfélag og ekki veit ég til þess að Norðmönnum hafi dottið í hug að gefa olíulindirnar til þess að þær nýttust sem best en eflaust hefði Illugi farið þannig að í blindri trú á sínar kennisetningar. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Til þess er Frjálslynda flokknum best treyst-andi en hann hefur verið í fararbroddi skynsamlegrar og ábyrgrar stefnu í fiskveiðistjórn sem tryggir hag almennings en ekki sérhagsmuna. Höfundur er alþingismaður. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun